Þá verður gott að búa á Íslandi Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir skrifa 8. júní 2025 10:28 Á tíunda áratugnum komu ung hjón sunnan frá Júgóslavíu til Vestmannaeyja og settust þar að. Þau voru á flótta vegna stríðsins sem þá geysaði á Balkanskaganum. Beygð af sorg og ótta, allslaus í framandi landi létu þau hendur standa fram úr ermum við að bjarga sér, enda full af dugnaði og hæfileikum. Á þessum árum vorum við hjónin prestar í Vestmannaeyjum. Þá kom einn flottur karl að máli við okkur í trúnaði og sagðist finna svo mikið til með þessu unga fólki því hann vissi að þau ættu stóra fjölskyldu heima í Króatíu en hefðu ekki efni á að hringja nema sjaldan og stutt í einu. En í þá daga voru millilandasímtöl kostnaðarsöm. Hann spurði hvort fjölskyldan gæti fengið skrifstofu prestanna lánaða eina stund í viku til þess að taka samtöl við fólkið sitt á hans kostnað án þess að nokkru sinni yrði upplýst hver borgaði brúsann? Með þessari raunsargjöf skapaðist margháttuð fegurð. Flóttafjölskyldan fann velvild og vinarhug sem miðlað var án skuldbindinga. Reglubundnar ferðir í safnaðarheimili Landakirkju til að treysta fjölskylduböndin ytra urðu líka til þess að efla tengslin í nýjum heimkynnum. Fólk var fegið og þakklátt hinum dulda velgjörðarmanni og stolt af að búa í samfélagi þar sem virðing og samlíðun væri virk og vakandi. Virðing er ástundun færni Virðing er það að kunna að rísa á fætur og taka skrefin burt frá sjálfum sér og sínum eina sjónarhóli. Standa síðan álengdar og gaumgæfa persónur og leikendur í umhverfinu. Virðing er að virða fyrir sér. Vilja sjá. Nenna að fjölga sjónarhornum með því að taka gönguna hringinn í kring um menn og málefni í leit að þekkingu. Virðing er skemmtileg og hagkvæm, því þegar sjónarhornum fjölgar og kunnugleikinn vex dafnar líka húmorinn og traustið í samskiptum svo nýjar lausnirnar byrja að fæðast. Eins og t.d. sú sem duldi velgjörðamaðurinn í Eyjum uppgötvaði svo lífsgæðin uxu í allar áttir. Svo sjáum við þetta nú endurtekið í Eyjamanninum Víði Reynissyni sem stóð upp og virti fyrir sér aðstæður Oscars og fann leiðir til að lina þjáningar. Forherðing eða lömun Nú er heimurinn á vondum stað í styrjaldarfári og viðbjóði sem engan langar að virða fyrir sér. Aldrei voru fleiri á flóttaför um jarðkúluna en nú, á meðan öðrum er haldið föngnum í eigin landi til þess að myrða þau skipulega. Hótanir ganga á milli ráðalausra ráðamanna og enginn veit í raun hvernig bregðast megi við. Óvissan vekur ótta. Óttinn tendrar reiðina sem framkallar ýmist forherðingu eða lömun hjá fólki. Sjáum t.d. viðbrögðin við ræðu Brynjars Barkarsonar á Austurvelli um daginn. Hvort mun þessi ungi maður forherðast eða lamast þegar yfir hann koma tómar háðsglósur og skammir í bland við hrifningarhróp fylgismanna? Hversu ósammála sem við kunnum að vera því sem hann er að segja, viljum við þá ekki samt að hæfileikamaður eins og Brynjar verði áfram virkur þátttakandi í þjóðlífinu? Ef einu viðbrögðin sem hann fær eru lof og last en ekkert samtal, er þá ekki sjálfgefið að hann annað hvort forherðist eða lamist? Hrokist upp eða koðni niður. Til hvers væri það? Fyrst fjöldi fólks fann sig knúinn til að sameinast undir þjóðfána og tjá áhyggjur sínar, er þá ekki kominn fínn umræðugrundvöllur? Og jafnvel þótt vel megi gagnrýna margt sem fram kom á þessum fundi og við sem þetta ritum séum ósammála flestu sem þar var sagt, þá var nú fólk engu að síður að hafa fyrir því að láta sér ekki á sama standa. Er það ekki tækifæri til samræðu? Hvað er það varðandi útlendinga sem truflar þau sem þarna stóðu? Hvað óttast þau og hvað þrá þau að sjá breytast? Fram kom að þau vilja leggja áherslu á kristinn trúararf. Nú er einmitt hvítasunnuhelgin þegar kristið fólk um allan heim minnist þess aburðar er vinir og nemendur Jesú fylltust heilögum anda og töluðu nýjum tungum þannig að útlendingar sem bjuggu í Jerúsalem frá öllum heimshornum skildu það sem sagt var. Hvítasunnuhátíðin er hátíð afskautunarinnar, hátíð einingar í fjölbreytileika. Eldrauður dagur gagnkvæms skilnings þar sem fólk fékk málið og hver skildi annan með virðingu og samlíðun svo til varð vináttubandalag þvert á alla flokka! Má byrja þar? Kjarni kristins siðferðis er áhuginn og virðingin fyrir öllu fólki þvert á allt sem aðskilur. Við getum þetta Nú eru þungir tímar í veröldinni og fátt um svör. Hvað gerum við þegar við vitum ekki hvað gera skal? Við gerum bara eins og forfeður okkar og mæður gerðu á undan okkur; Höfum stjórn á sjálfum okkur og gerum það sem í valdi okkar stendur. Virðing er á okkar valdi. Nýlega kom mætur maður fram í Heimildinni, Jasmin Vajzovic að nafni. Hann fluttist einmitt frá Balkanskaganum fyrir 30 árum og settist að á Íslandi. Hér hefur hann búið ásamt eiginkonu og dóttur sem fædd er hér heima. Fjölskyldunni hefur liðið vel á Íslandi þar til fyrir um tveimur árum. Tíðarandinn hefur breyst og nú kveðst Jasmin upplifa andúð og fordóma vegna trúar sinnar og uppruna þar sem hann er múslími. Hann kveðst jafnvel kvíða fyrir framtíð dóttur sinnar í landinu. Í stað reiðinnar sem vekur forherðingu og lömun þurfum við á samtali að halda þar sem virðing og samlíðun vex fram líkt og í Eyjum forðum. Í þessu verkefni þurfa allar stofnanir samfélagsins að gera sitt; kirkjur og bílaverkstæði, moskur og frystihús, líkamsræktarstöðvar og bænahús, íþróttafélög, menntastofnanir, stéttafélög og hvar sem fólk annars starfar saman. Í stað skautunar þurfum við að æfa skrefin frá okkar eina sjónarhóli svo við sjáum samhengi. Við þurfum að æfa gönguna kring um menn og málefni þar sem lausnir byrja að fæðast í góðu samtali því enginn er skilinn eftir en öll hafa rödd og frelsi til að segja það sem þau meina og meina það sem þau segja. Þá verður gott að búa á Íslandi. Jóna Hrönn Bolladóttir er sóknarprestur í Garðabæ og Bjarni Karlsson er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Á tíunda áratugnum komu ung hjón sunnan frá Júgóslavíu til Vestmannaeyja og settust þar að. Þau voru á flótta vegna stríðsins sem þá geysaði á Balkanskaganum. Beygð af sorg og ótta, allslaus í framandi landi létu þau hendur standa fram úr ermum við að bjarga sér, enda full af dugnaði og hæfileikum. Á þessum árum vorum við hjónin prestar í Vestmannaeyjum. Þá kom einn flottur karl að máli við okkur í trúnaði og sagðist finna svo mikið til með þessu unga fólki því hann vissi að þau ættu stóra fjölskyldu heima í Króatíu en hefðu ekki efni á að hringja nema sjaldan og stutt í einu. En í þá daga voru millilandasímtöl kostnaðarsöm. Hann spurði hvort fjölskyldan gæti fengið skrifstofu prestanna lánaða eina stund í viku til þess að taka samtöl við fólkið sitt á hans kostnað án þess að nokkru sinni yrði upplýst hver borgaði brúsann? Með þessari raunsargjöf skapaðist margháttuð fegurð. Flóttafjölskyldan fann velvild og vinarhug sem miðlað var án skuldbindinga. Reglubundnar ferðir í safnaðarheimili Landakirkju til að treysta fjölskylduböndin ytra urðu líka til þess að efla tengslin í nýjum heimkynnum. Fólk var fegið og þakklátt hinum dulda velgjörðarmanni og stolt af að búa í samfélagi þar sem virðing og samlíðun væri virk og vakandi. Virðing er ástundun færni Virðing er það að kunna að rísa á fætur og taka skrefin burt frá sjálfum sér og sínum eina sjónarhóli. Standa síðan álengdar og gaumgæfa persónur og leikendur í umhverfinu. Virðing er að virða fyrir sér. Vilja sjá. Nenna að fjölga sjónarhornum með því að taka gönguna hringinn í kring um menn og málefni í leit að þekkingu. Virðing er skemmtileg og hagkvæm, því þegar sjónarhornum fjölgar og kunnugleikinn vex dafnar líka húmorinn og traustið í samskiptum svo nýjar lausnirnar byrja að fæðast. Eins og t.d. sú sem duldi velgjörðamaðurinn í Eyjum uppgötvaði svo lífsgæðin uxu í allar áttir. Svo sjáum við þetta nú endurtekið í Eyjamanninum Víði Reynissyni sem stóð upp og virti fyrir sér aðstæður Oscars og fann leiðir til að lina þjáningar. Forherðing eða lömun Nú er heimurinn á vondum stað í styrjaldarfári og viðbjóði sem engan langar að virða fyrir sér. Aldrei voru fleiri á flóttaför um jarðkúluna en nú, á meðan öðrum er haldið föngnum í eigin landi til þess að myrða þau skipulega. Hótanir ganga á milli ráðalausra ráðamanna og enginn veit í raun hvernig bregðast megi við. Óvissan vekur ótta. Óttinn tendrar reiðina sem framkallar ýmist forherðingu eða lömun hjá fólki. Sjáum t.d. viðbrögðin við ræðu Brynjars Barkarsonar á Austurvelli um daginn. Hvort mun þessi ungi maður forherðast eða lamast þegar yfir hann koma tómar háðsglósur og skammir í bland við hrifningarhróp fylgismanna? Hversu ósammála sem við kunnum að vera því sem hann er að segja, viljum við þá ekki samt að hæfileikamaður eins og Brynjar verði áfram virkur þátttakandi í þjóðlífinu? Ef einu viðbrögðin sem hann fær eru lof og last en ekkert samtal, er þá ekki sjálfgefið að hann annað hvort forherðist eða lamist? Hrokist upp eða koðni niður. Til hvers væri það? Fyrst fjöldi fólks fann sig knúinn til að sameinast undir þjóðfána og tjá áhyggjur sínar, er þá ekki kominn fínn umræðugrundvöllur? Og jafnvel þótt vel megi gagnrýna margt sem fram kom á þessum fundi og við sem þetta ritum séum ósammála flestu sem þar var sagt, þá var nú fólk engu að síður að hafa fyrir því að láta sér ekki á sama standa. Er það ekki tækifæri til samræðu? Hvað er það varðandi útlendinga sem truflar þau sem þarna stóðu? Hvað óttast þau og hvað þrá þau að sjá breytast? Fram kom að þau vilja leggja áherslu á kristinn trúararf. Nú er einmitt hvítasunnuhelgin þegar kristið fólk um allan heim minnist þess aburðar er vinir og nemendur Jesú fylltust heilögum anda og töluðu nýjum tungum þannig að útlendingar sem bjuggu í Jerúsalem frá öllum heimshornum skildu það sem sagt var. Hvítasunnuhátíðin er hátíð afskautunarinnar, hátíð einingar í fjölbreytileika. Eldrauður dagur gagnkvæms skilnings þar sem fólk fékk málið og hver skildi annan með virðingu og samlíðun svo til varð vináttubandalag þvert á alla flokka! Má byrja þar? Kjarni kristins siðferðis er áhuginn og virðingin fyrir öllu fólki þvert á allt sem aðskilur. Við getum þetta Nú eru þungir tímar í veröldinni og fátt um svör. Hvað gerum við þegar við vitum ekki hvað gera skal? Við gerum bara eins og forfeður okkar og mæður gerðu á undan okkur; Höfum stjórn á sjálfum okkur og gerum það sem í valdi okkar stendur. Virðing er á okkar valdi. Nýlega kom mætur maður fram í Heimildinni, Jasmin Vajzovic að nafni. Hann fluttist einmitt frá Balkanskaganum fyrir 30 árum og settist að á Íslandi. Hér hefur hann búið ásamt eiginkonu og dóttur sem fædd er hér heima. Fjölskyldunni hefur liðið vel á Íslandi þar til fyrir um tveimur árum. Tíðarandinn hefur breyst og nú kveðst Jasmin upplifa andúð og fordóma vegna trúar sinnar og uppruna þar sem hann er múslími. Hann kveðst jafnvel kvíða fyrir framtíð dóttur sinnar í landinu. Í stað reiðinnar sem vekur forherðingu og lömun þurfum við á samtali að halda þar sem virðing og samlíðun vex fram líkt og í Eyjum forðum. Í þessu verkefni þurfa allar stofnanir samfélagsins að gera sitt; kirkjur og bílaverkstæði, moskur og frystihús, líkamsræktarstöðvar og bænahús, íþróttafélög, menntastofnanir, stéttafélög og hvar sem fólk annars starfar saman. Í stað skautunar þurfum við að æfa skrefin frá okkar eina sjónarhóli svo við sjáum samhengi. Við þurfum að æfa gönguna kring um menn og málefni þar sem lausnir byrja að fæðast í góðu samtali því enginn er skilinn eftir en öll hafa rödd og frelsi til að segja það sem þau meina og meina það sem þau segja. Þá verður gott að búa á Íslandi. Jóna Hrönn Bolladóttir er sóknarprestur í Garðabæ og Bjarni Karlsson er prestur og siðfræðingur.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar