Þá verður gott að búa á Íslandi Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir skrifa 8. júní 2025 10:28 Á tíunda áratugnum komu ung hjón sunnan frá Júgóslavíu til Vestmannaeyja og settust þar að. Þau voru á flótta vegna stríðsins sem þá geysaði á Balkanskaganum. Beygð af sorg og ótta, allslaus í framandi landi létu þau hendur standa fram úr ermum við að bjarga sér, enda full af dugnaði og hæfileikum. Á þessum árum vorum við hjónin prestar í Vestmannaeyjum. Þá kom einn flottur karl að máli við okkur í trúnaði og sagðist finna svo mikið til með þessu unga fólki því hann vissi að þau ættu stóra fjölskyldu heima í Króatíu en hefðu ekki efni á að hringja nema sjaldan og stutt í einu. En í þá daga voru millilandasímtöl kostnaðarsöm. Hann spurði hvort fjölskyldan gæti fengið skrifstofu prestanna lánaða eina stund í viku til þess að taka samtöl við fólkið sitt á hans kostnað án þess að nokkru sinni yrði upplýst hver borgaði brúsann? Með þessari raunsargjöf skapaðist margháttuð fegurð. Flóttafjölskyldan fann velvild og vinarhug sem miðlað var án skuldbindinga. Reglubundnar ferðir í safnaðarheimili Landakirkju til að treysta fjölskylduböndin ytra urðu líka til þess að efla tengslin í nýjum heimkynnum. Fólk var fegið og þakklátt hinum dulda velgjörðarmanni og stolt af að búa í samfélagi þar sem virðing og samlíðun væri virk og vakandi. Virðing er ástundun færni Virðing er það að kunna að rísa á fætur og taka skrefin burt frá sjálfum sér og sínum eina sjónarhóli. Standa síðan álengdar og gaumgæfa persónur og leikendur í umhverfinu. Virðing er að virða fyrir sér. Vilja sjá. Nenna að fjölga sjónarhornum með því að taka gönguna hringinn í kring um menn og málefni í leit að þekkingu. Virðing er skemmtileg og hagkvæm, því þegar sjónarhornum fjölgar og kunnugleikinn vex dafnar líka húmorinn og traustið í samskiptum svo nýjar lausnirnar byrja að fæðast. Eins og t.d. sú sem duldi velgjörðamaðurinn í Eyjum uppgötvaði svo lífsgæðin uxu í allar áttir. Svo sjáum við þetta nú endurtekið í Eyjamanninum Víði Reynissyni sem stóð upp og virti fyrir sér aðstæður Oscars og fann leiðir til að lina þjáningar. Forherðing eða lömun Nú er heimurinn á vondum stað í styrjaldarfári og viðbjóði sem engan langar að virða fyrir sér. Aldrei voru fleiri á flóttaför um jarðkúluna en nú, á meðan öðrum er haldið föngnum í eigin landi til þess að myrða þau skipulega. Hótanir ganga á milli ráðalausra ráðamanna og enginn veit í raun hvernig bregðast megi við. Óvissan vekur ótta. Óttinn tendrar reiðina sem framkallar ýmist forherðingu eða lömun hjá fólki. Sjáum t.d. viðbrögðin við ræðu Brynjars Barkarsonar á Austurvelli um daginn. Hvort mun þessi ungi maður forherðast eða lamast þegar yfir hann koma tómar háðsglósur og skammir í bland við hrifningarhróp fylgismanna? Hversu ósammála sem við kunnum að vera því sem hann er að segja, viljum við þá ekki samt að hæfileikamaður eins og Brynjar verði áfram virkur þátttakandi í þjóðlífinu? Ef einu viðbrögðin sem hann fær eru lof og last en ekkert samtal, er þá ekki sjálfgefið að hann annað hvort forherðist eða lamist? Hrokist upp eða koðni niður. Til hvers væri það? Fyrst fjöldi fólks fann sig knúinn til að sameinast undir þjóðfána og tjá áhyggjur sínar, er þá ekki kominn fínn umræðugrundvöllur? Og jafnvel þótt vel megi gagnrýna margt sem fram kom á þessum fundi og við sem þetta ritum séum ósammála flestu sem þar var sagt, þá var nú fólk engu að síður að hafa fyrir því að láta sér ekki á sama standa. Er það ekki tækifæri til samræðu? Hvað er það varðandi útlendinga sem truflar þau sem þarna stóðu? Hvað óttast þau og hvað þrá þau að sjá breytast? Fram kom að þau vilja leggja áherslu á kristinn trúararf. Nú er einmitt hvítasunnuhelgin þegar kristið fólk um allan heim minnist þess aburðar er vinir og nemendur Jesú fylltust heilögum anda og töluðu nýjum tungum þannig að útlendingar sem bjuggu í Jerúsalem frá öllum heimshornum skildu það sem sagt var. Hvítasunnuhátíðin er hátíð afskautunarinnar, hátíð einingar í fjölbreytileika. Eldrauður dagur gagnkvæms skilnings þar sem fólk fékk málið og hver skildi annan með virðingu og samlíðun svo til varð vináttubandalag þvert á alla flokka! Má byrja þar? Kjarni kristins siðferðis er áhuginn og virðingin fyrir öllu fólki þvert á allt sem aðskilur. Við getum þetta Nú eru þungir tímar í veröldinni og fátt um svör. Hvað gerum við þegar við vitum ekki hvað gera skal? Við gerum bara eins og forfeður okkar og mæður gerðu á undan okkur; Höfum stjórn á sjálfum okkur og gerum það sem í valdi okkar stendur. Virðing er á okkar valdi. Nýlega kom mætur maður fram í Heimildinni, Jasmin Vajzovic að nafni. Hann fluttist einmitt frá Balkanskaganum fyrir 30 árum og settist að á Íslandi. Hér hefur hann búið ásamt eiginkonu og dóttur sem fædd er hér heima. Fjölskyldunni hefur liðið vel á Íslandi þar til fyrir um tveimur árum. Tíðarandinn hefur breyst og nú kveðst Jasmin upplifa andúð og fordóma vegna trúar sinnar og uppruna þar sem hann er múslími. Hann kveðst jafnvel kvíða fyrir framtíð dóttur sinnar í landinu. Í stað reiðinnar sem vekur forherðingu og lömun þurfum við á samtali að halda þar sem virðing og samlíðun vex fram líkt og í Eyjum forðum. Í þessu verkefni þurfa allar stofnanir samfélagsins að gera sitt; kirkjur og bílaverkstæði, moskur og frystihús, líkamsræktarstöðvar og bænahús, íþróttafélög, menntastofnanir, stéttafélög og hvar sem fólk annars starfar saman. Í stað skautunar þurfum við að æfa skrefin frá okkar eina sjónarhóli svo við sjáum samhengi. Við þurfum að æfa gönguna kring um menn og málefni þar sem lausnir byrja að fæðast í góðu samtali því enginn er skilinn eftir en öll hafa rödd og frelsi til að segja það sem þau meina og meina það sem þau segja. Þá verður gott að búa á Íslandi. Jóna Hrönn Bolladóttir er sóknarprestur í Garðabæ og Bjarni Karlsson er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Halldór 21.06.2025 Halldór Opið bréf til Rósu Guðbjartsdóttur Margrét Kristín Blöndal Skoðun Að sækja gullið (okkar) grein 2 Þröstur Friðfinnsson Skoðun Vísir að lægri orkureikningi Einar Vilmarsson Skoðun Það verða aðrir þjóðhátíðardagar fyrir okkur en dagar Palestínumanna eru taldir Davíð Aron Routley Skoðun Frábær fundur, frábært framtak, vanvirk stjórnsýsla, meðvirk stjórnvöld Ögmundur Jónasson Skoðun Vönduð vinnubrögð? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Verið brjáluð. Ég fer ekki neitt Ian McDonald Skoðun Nokkur orð um Kúbudeiluna og viðskiptabannið Gylfi Páll Hersir Skoðun Veitingastaðir eru ekki kjarnorkuver Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Kúbudeiluna og viðskiptabannið Gylfi Páll Hersir skrifar Skoðun Ráðherrar með reiknivél og leyndarhyggju Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Gróf misbeiting illa fengins valds Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) grein 2 Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Það verða aðrir þjóðhátíðardagar fyrir okkur en dagar Palestínumanna eru taldir Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Pólítískt hugrekki Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vísir að lægri orkureikningi Einar Vilmarsson skrifar Skoðun Frábær fundur, frábært framtak, vanvirk stjórnsýsla, meðvirk stjórnvöld Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Opið bréf til Rósu Guðbjartsdóttur Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Mikil réttarbót fyrir fatlað fólk mætir hindrunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verið brjáluð. Ég fer ekki neitt Ian McDonald skrifar Skoðun Hvernig eiga umsækjendur í opinbera sjóði að fylgja forsendum sem eru þversagnakenndar? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veitingastaðir eru ekki kjarnorkuver Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Nýr vegvísir Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna Clara Ganslandt skrifar Skoðun Frá stjórnun til tengsla – Endurmat á atferlismeðferð í ljósi tilfinningagreindar Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Blaður 35 Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá forsætisráðherrra til ferðaþjónustunnar Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Nú hefst samræmt próf í stærðfræði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur Viðskiptaráðs Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sanngirni í Kópavogsmódelinu Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnarflokkarnir fylgja Landsvirkjun – gegn Þjórsárverum Svandís Svavarsdóttir,Álfheiður Ingadóttir skrifar Skoðun Skapandi framtíð – forvarnir og félagsstarf í Hafnarfirði Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Upplýsingar um mataræði barna og unglinga á landsvísu eru of gamlar – það er óásættanlegt Birna Þórisdóttir,Sigurbjörg Bjarnadóttir,Inga Þórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða orka? Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Það skiptir máli hvernig gervigreind er notuð í kennslu Hjörvar Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar Skoðun Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi Páll Snævar Brynjarsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir,Sveinbjörg Rut Pétursdóttir,Albertína Friðbjörg Elíasdóttir,Bryndís Fiona Ford,Ingunn Jónsdóttir,Berglind Kristinsdóttir,Páll Björgvin Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum samstöðuna á kvennaári – Stöndum vörð um mannréttindi Kristín Ástgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Á tíunda áratugnum komu ung hjón sunnan frá Júgóslavíu til Vestmannaeyja og settust þar að. Þau voru á flótta vegna stríðsins sem þá geysaði á Balkanskaganum. Beygð af sorg og ótta, allslaus í framandi landi létu þau hendur standa fram úr ermum við að bjarga sér, enda full af dugnaði og hæfileikum. Á þessum árum vorum við hjónin prestar í Vestmannaeyjum. Þá kom einn flottur karl að máli við okkur í trúnaði og sagðist finna svo mikið til með þessu unga fólki því hann vissi að þau ættu stóra fjölskyldu heima í Króatíu en hefðu ekki efni á að hringja nema sjaldan og stutt í einu. En í þá daga voru millilandasímtöl kostnaðarsöm. Hann spurði hvort fjölskyldan gæti fengið skrifstofu prestanna lánaða eina stund í viku til þess að taka samtöl við fólkið sitt á hans kostnað án þess að nokkru sinni yrði upplýst hver borgaði brúsann? Með þessari raunsargjöf skapaðist margháttuð fegurð. Flóttafjölskyldan fann velvild og vinarhug sem miðlað var án skuldbindinga. Reglubundnar ferðir í safnaðarheimili Landakirkju til að treysta fjölskylduböndin ytra urðu líka til þess að efla tengslin í nýjum heimkynnum. Fólk var fegið og þakklátt hinum dulda velgjörðarmanni og stolt af að búa í samfélagi þar sem virðing og samlíðun væri virk og vakandi. Virðing er ástundun færni Virðing er það að kunna að rísa á fætur og taka skrefin burt frá sjálfum sér og sínum eina sjónarhóli. Standa síðan álengdar og gaumgæfa persónur og leikendur í umhverfinu. Virðing er að virða fyrir sér. Vilja sjá. Nenna að fjölga sjónarhornum með því að taka gönguna hringinn í kring um menn og málefni í leit að þekkingu. Virðing er skemmtileg og hagkvæm, því þegar sjónarhornum fjölgar og kunnugleikinn vex dafnar líka húmorinn og traustið í samskiptum svo nýjar lausnirnar byrja að fæðast. Eins og t.d. sú sem duldi velgjörðamaðurinn í Eyjum uppgötvaði svo lífsgæðin uxu í allar áttir. Svo sjáum við þetta nú endurtekið í Eyjamanninum Víði Reynissyni sem stóð upp og virti fyrir sér aðstæður Oscars og fann leiðir til að lina þjáningar. Forherðing eða lömun Nú er heimurinn á vondum stað í styrjaldarfári og viðbjóði sem engan langar að virða fyrir sér. Aldrei voru fleiri á flóttaför um jarðkúluna en nú, á meðan öðrum er haldið föngnum í eigin landi til þess að myrða þau skipulega. Hótanir ganga á milli ráðalausra ráðamanna og enginn veit í raun hvernig bregðast megi við. Óvissan vekur ótta. Óttinn tendrar reiðina sem framkallar ýmist forherðingu eða lömun hjá fólki. Sjáum t.d. viðbrögðin við ræðu Brynjars Barkarsonar á Austurvelli um daginn. Hvort mun þessi ungi maður forherðast eða lamast þegar yfir hann koma tómar háðsglósur og skammir í bland við hrifningarhróp fylgismanna? Hversu ósammála sem við kunnum að vera því sem hann er að segja, viljum við þá ekki samt að hæfileikamaður eins og Brynjar verði áfram virkur þátttakandi í þjóðlífinu? Ef einu viðbrögðin sem hann fær eru lof og last en ekkert samtal, er þá ekki sjálfgefið að hann annað hvort forherðist eða lamist? Hrokist upp eða koðni niður. Til hvers væri það? Fyrst fjöldi fólks fann sig knúinn til að sameinast undir þjóðfána og tjá áhyggjur sínar, er þá ekki kominn fínn umræðugrundvöllur? Og jafnvel þótt vel megi gagnrýna margt sem fram kom á þessum fundi og við sem þetta ritum séum ósammála flestu sem þar var sagt, þá var nú fólk engu að síður að hafa fyrir því að láta sér ekki á sama standa. Er það ekki tækifæri til samræðu? Hvað er það varðandi útlendinga sem truflar þau sem þarna stóðu? Hvað óttast þau og hvað þrá þau að sjá breytast? Fram kom að þau vilja leggja áherslu á kristinn trúararf. Nú er einmitt hvítasunnuhelgin þegar kristið fólk um allan heim minnist þess aburðar er vinir og nemendur Jesú fylltust heilögum anda og töluðu nýjum tungum þannig að útlendingar sem bjuggu í Jerúsalem frá öllum heimshornum skildu það sem sagt var. Hvítasunnuhátíðin er hátíð afskautunarinnar, hátíð einingar í fjölbreytileika. Eldrauður dagur gagnkvæms skilnings þar sem fólk fékk málið og hver skildi annan með virðingu og samlíðun svo til varð vináttubandalag þvert á alla flokka! Má byrja þar? Kjarni kristins siðferðis er áhuginn og virðingin fyrir öllu fólki þvert á allt sem aðskilur. Við getum þetta Nú eru þungir tímar í veröldinni og fátt um svör. Hvað gerum við þegar við vitum ekki hvað gera skal? Við gerum bara eins og forfeður okkar og mæður gerðu á undan okkur; Höfum stjórn á sjálfum okkur og gerum það sem í valdi okkar stendur. Virðing er á okkar valdi. Nýlega kom mætur maður fram í Heimildinni, Jasmin Vajzovic að nafni. Hann fluttist einmitt frá Balkanskaganum fyrir 30 árum og settist að á Íslandi. Hér hefur hann búið ásamt eiginkonu og dóttur sem fædd er hér heima. Fjölskyldunni hefur liðið vel á Íslandi þar til fyrir um tveimur árum. Tíðarandinn hefur breyst og nú kveðst Jasmin upplifa andúð og fordóma vegna trúar sinnar og uppruna þar sem hann er múslími. Hann kveðst jafnvel kvíða fyrir framtíð dóttur sinnar í landinu. Í stað reiðinnar sem vekur forherðingu og lömun þurfum við á samtali að halda þar sem virðing og samlíðun vex fram líkt og í Eyjum forðum. Í þessu verkefni þurfa allar stofnanir samfélagsins að gera sitt; kirkjur og bílaverkstæði, moskur og frystihús, líkamsræktarstöðvar og bænahús, íþróttafélög, menntastofnanir, stéttafélög og hvar sem fólk annars starfar saman. Í stað skautunar þurfum við að æfa skrefin frá okkar eina sjónarhóli svo við sjáum samhengi. Við þurfum að æfa gönguna kring um menn og málefni þar sem lausnir byrja að fæðast í góðu samtali því enginn er skilinn eftir en öll hafa rödd og frelsi til að segja það sem þau meina og meina það sem þau segja. Þá verður gott að búa á Íslandi. Jóna Hrönn Bolladóttir er sóknarprestur í Garðabæ og Bjarni Karlsson er prestur og siðfræðingur.
Það verða aðrir þjóðhátíðardagar fyrir okkur en dagar Palestínumanna eru taldir Davíð Aron Routley Skoðun
Frábær fundur, frábært framtak, vanvirk stjórnsýsla, meðvirk stjórnvöld Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Það verða aðrir þjóðhátíðardagar fyrir okkur en dagar Palestínumanna eru taldir Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Frábær fundur, frábært framtak, vanvirk stjórnsýsla, meðvirk stjórnvöld Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Hvernig eiga umsækjendur í opinbera sjóði að fylgja forsendum sem eru þversagnakenndar? Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá stjórnun til tengsla – Endurmat á atferlismeðferð í ljósi tilfinningagreindar Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnarflokkarnir fylgja Landsvirkjun – gegn Þjórsárverum Svandís Svavarsdóttir,Álfheiður Ingadóttir skrifar
Skoðun Upplýsingar um mataræði barna og unglinga á landsvísu eru of gamlar – það er óásættanlegt Birna Þórisdóttir,Sigurbjörg Bjarnadóttir,Inga Þórsdóttir skrifar
Skoðun Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi Páll Snævar Brynjarsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir,Sveinbjörg Rut Pétursdóttir,Albertína Friðbjörg Elíasdóttir,Bryndís Fiona Ford,Ingunn Jónsdóttir,Berglind Kristinsdóttir,Páll Björgvin Guðmundsson skrifar
Það verða aðrir þjóðhátíðardagar fyrir okkur en dagar Palestínumanna eru taldir Davíð Aron Routley Skoðun
Frábær fundur, frábært framtak, vanvirk stjórnsýsla, meðvirk stjórnvöld Ögmundur Jónasson Skoðun