Þá verður gott að búa á Íslandi Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir skrifa 8. júní 2025 10:28 Á tíunda áratugnum komu ung hjón sunnan frá Júgóslavíu til Vestmannaeyja og settust þar að. Þau voru á flótta vegna stríðsins sem þá geysaði á Balkanskaganum. Beygð af sorg og ótta, allslaus í framandi landi létu þau hendur standa fram úr ermum við að bjarga sér, enda full af dugnaði og hæfileikum. Á þessum árum vorum við hjónin prestar í Vestmannaeyjum. Þá kom einn flottur karl að máli við okkur í trúnaði og sagðist finna svo mikið til með þessu unga fólki því hann vissi að þau ættu stóra fjölskyldu heima í Króatíu en hefðu ekki efni á að hringja nema sjaldan og stutt í einu. En í þá daga voru millilandasímtöl kostnaðarsöm. Hann spurði hvort fjölskyldan gæti fengið skrifstofu prestanna lánaða eina stund í viku til þess að taka samtöl við fólkið sitt á hans kostnað án þess að nokkru sinni yrði upplýst hver borgaði brúsann? Með þessari raunsargjöf skapaðist margháttuð fegurð. Flóttafjölskyldan fann velvild og vinarhug sem miðlað var án skuldbindinga. Reglubundnar ferðir í safnaðarheimili Landakirkju til að treysta fjölskylduböndin ytra urðu líka til þess að efla tengslin í nýjum heimkynnum. Fólk var fegið og þakklátt hinum dulda velgjörðarmanni og stolt af að búa í samfélagi þar sem virðing og samlíðun væri virk og vakandi. Virðing er ástundun færni Virðing er það að kunna að rísa á fætur og taka skrefin burt frá sjálfum sér og sínum eina sjónarhóli. Standa síðan álengdar og gaumgæfa persónur og leikendur í umhverfinu. Virðing er að virða fyrir sér. Vilja sjá. Nenna að fjölga sjónarhornum með því að taka gönguna hringinn í kring um menn og málefni í leit að þekkingu. Virðing er skemmtileg og hagkvæm, því þegar sjónarhornum fjölgar og kunnugleikinn vex dafnar líka húmorinn og traustið í samskiptum svo nýjar lausnirnar byrja að fæðast. Eins og t.d. sú sem duldi velgjörðamaðurinn í Eyjum uppgötvaði svo lífsgæðin uxu í allar áttir. Svo sjáum við þetta nú endurtekið í Eyjamanninum Víði Reynissyni sem stóð upp og virti fyrir sér aðstæður Oscars og fann leiðir til að lina þjáningar. Forherðing eða lömun Nú er heimurinn á vondum stað í styrjaldarfári og viðbjóði sem engan langar að virða fyrir sér. Aldrei voru fleiri á flóttaför um jarðkúluna en nú, á meðan öðrum er haldið föngnum í eigin landi til þess að myrða þau skipulega. Hótanir ganga á milli ráðalausra ráðamanna og enginn veit í raun hvernig bregðast megi við. Óvissan vekur ótta. Óttinn tendrar reiðina sem framkallar ýmist forherðingu eða lömun hjá fólki. Sjáum t.d. viðbrögðin við ræðu Brynjars Barkarsonar á Austurvelli um daginn. Hvort mun þessi ungi maður forherðast eða lamast þegar yfir hann koma tómar háðsglósur og skammir í bland við hrifningarhróp fylgismanna? Hversu ósammála sem við kunnum að vera því sem hann er að segja, viljum við þá ekki samt að hæfileikamaður eins og Brynjar verði áfram virkur þátttakandi í þjóðlífinu? Ef einu viðbrögðin sem hann fær eru lof og last en ekkert samtal, er þá ekki sjálfgefið að hann annað hvort forherðist eða lamist? Hrokist upp eða koðni niður. Til hvers væri það? Fyrst fjöldi fólks fann sig knúinn til að sameinast undir þjóðfána og tjá áhyggjur sínar, er þá ekki kominn fínn umræðugrundvöllur? Og jafnvel þótt vel megi gagnrýna margt sem fram kom á þessum fundi og við sem þetta ritum séum ósammála flestu sem þar var sagt, þá var nú fólk engu að síður að hafa fyrir því að láta sér ekki á sama standa. Er það ekki tækifæri til samræðu? Hvað er það varðandi útlendinga sem truflar þau sem þarna stóðu? Hvað óttast þau og hvað þrá þau að sjá breytast? Fram kom að þau vilja leggja áherslu á kristinn trúararf. Nú er einmitt hvítasunnuhelgin þegar kristið fólk um allan heim minnist þess aburðar er vinir og nemendur Jesú fylltust heilögum anda og töluðu nýjum tungum þannig að útlendingar sem bjuggu í Jerúsalem frá öllum heimshornum skildu það sem sagt var. Hvítasunnuhátíðin er hátíð afskautunarinnar, hátíð einingar í fjölbreytileika. Eldrauður dagur gagnkvæms skilnings þar sem fólk fékk málið og hver skildi annan með virðingu og samlíðun svo til varð vináttubandalag þvert á alla flokka! Má byrja þar? Kjarni kristins siðferðis er áhuginn og virðingin fyrir öllu fólki þvert á allt sem aðskilur. Við getum þetta Nú eru þungir tímar í veröldinni og fátt um svör. Hvað gerum við þegar við vitum ekki hvað gera skal? Við gerum bara eins og forfeður okkar og mæður gerðu á undan okkur; Höfum stjórn á sjálfum okkur og gerum það sem í valdi okkar stendur. Virðing er á okkar valdi. Nýlega kom mætur maður fram í Heimildinni, Jasmin Vajzovic að nafni. Hann fluttist einmitt frá Balkanskaganum fyrir 30 árum og settist að á Íslandi. Hér hefur hann búið ásamt eiginkonu og dóttur sem fædd er hér heima. Fjölskyldunni hefur liðið vel á Íslandi þar til fyrir um tveimur árum. Tíðarandinn hefur breyst og nú kveðst Jasmin upplifa andúð og fordóma vegna trúar sinnar og uppruna þar sem hann er múslími. Hann kveðst jafnvel kvíða fyrir framtíð dóttur sinnar í landinu. Í stað reiðinnar sem vekur forherðingu og lömun þurfum við á samtali að halda þar sem virðing og samlíðun vex fram líkt og í Eyjum forðum. Í þessu verkefni þurfa allar stofnanir samfélagsins að gera sitt; kirkjur og bílaverkstæði, moskur og frystihús, líkamsræktarstöðvar og bænahús, íþróttafélög, menntastofnanir, stéttafélög og hvar sem fólk annars starfar saman. Í stað skautunar þurfum við að æfa skrefin frá okkar eina sjónarhóli svo við sjáum samhengi. Við þurfum að æfa gönguna kring um menn og málefni þar sem lausnir byrja að fæðast í góðu samtali því enginn er skilinn eftir en öll hafa rödd og frelsi til að segja það sem þau meina og meina það sem þau segja. Þá verður gott að búa á Íslandi. Jóna Hrönn Bolladóttir er sóknarprestur í Garðabæ og Bjarni Karlsson er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á tíunda áratugnum komu ung hjón sunnan frá Júgóslavíu til Vestmannaeyja og settust þar að. Þau voru á flótta vegna stríðsins sem þá geysaði á Balkanskaganum. Beygð af sorg og ótta, allslaus í framandi landi létu þau hendur standa fram úr ermum við að bjarga sér, enda full af dugnaði og hæfileikum. Á þessum árum vorum við hjónin prestar í Vestmannaeyjum. Þá kom einn flottur karl að máli við okkur í trúnaði og sagðist finna svo mikið til með þessu unga fólki því hann vissi að þau ættu stóra fjölskyldu heima í Króatíu en hefðu ekki efni á að hringja nema sjaldan og stutt í einu. En í þá daga voru millilandasímtöl kostnaðarsöm. Hann spurði hvort fjölskyldan gæti fengið skrifstofu prestanna lánaða eina stund í viku til þess að taka samtöl við fólkið sitt á hans kostnað án þess að nokkru sinni yrði upplýst hver borgaði brúsann? Með þessari raunsargjöf skapaðist margháttuð fegurð. Flóttafjölskyldan fann velvild og vinarhug sem miðlað var án skuldbindinga. Reglubundnar ferðir í safnaðarheimili Landakirkju til að treysta fjölskylduböndin ytra urðu líka til þess að efla tengslin í nýjum heimkynnum. Fólk var fegið og þakklátt hinum dulda velgjörðarmanni og stolt af að búa í samfélagi þar sem virðing og samlíðun væri virk og vakandi. Virðing er ástundun færni Virðing er það að kunna að rísa á fætur og taka skrefin burt frá sjálfum sér og sínum eina sjónarhóli. Standa síðan álengdar og gaumgæfa persónur og leikendur í umhverfinu. Virðing er að virða fyrir sér. Vilja sjá. Nenna að fjölga sjónarhornum með því að taka gönguna hringinn í kring um menn og málefni í leit að þekkingu. Virðing er skemmtileg og hagkvæm, því þegar sjónarhornum fjölgar og kunnugleikinn vex dafnar líka húmorinn og traustið í samskiptum svo nýjar lausnirnar byrja að fæðast. Eins og t.d. sú sem duldi velgjörðamaðurinn í Eyjum uppgötvaði svo lífsgæðin uxu í allar áttir. Svo sjáum við þetta nú endurtekið í Eyjamanninum Víði Reynissyni sem stóð upp og virti fyrir sér aðstæður Oscars og fann leiðir til að lina þjáningar. Forherðing eða lömun Nú er heimurinn á vondum stað í styrjaldarfári og viðbjóði sem engan langar að virða fyrir sér. Aldrei voru fleiri á flóttaför um jarðkúluna en nú, á meðan öðrum er haldið föngnum í eigin landi til þess að myrða þau skipulega. Hótanir ganga á milli ráðalausra ráðamanna og enginn veit í raun hvernig bregðast megi við. Óvissan vekur ótta. Óttinn tendrar reiðina sem framkallar ýmist forherðingu eða lömun hjá fólki. Sjáum t.d. viðbrögðin við ræðu Brynjars Barkarsonar á Austurvelli um daginn. Hvort mun þessi ungi maður forherðast eða lamast þegar yfir hann koma tómar háðsglósur og skammir í bland við hrifningarhróp fylgismanna? Hversu ósammála sem við kunnum að vera því sem hann er að segja, viljum við þá ekki samt að hæfileikamaður eins og Brynjar verði áfram virkur þátttakandi í þjóðlífinu? Ef einu viðbrögðin sem hann fær eru lof og last en ekkert samtal, er þá ekki sjálfgefið að hann annað hvort forherðist eða lamist? Hrokist upp eða koðni niður. Til hvers væri það? Fyrst fjöldi fólks fann sig knúinn til að sameinast undir þjóðfána og tjá áhyggjur sínar, er þá ekki kominn fínn umræðugrundvöllur? Og jafnvel þótt vel megi gagnrýna margt sem fram kom á þessum fundi og við sem þetta ritum séum ósammála flestu sem þar var sagt, þá var nú fólk engu að síður að hafa fyrir því að láta sér ekki á sama standa. Er það ekki tækifæri til samræðu? Hvað er það varðandi útlendinga sem truflar þau sem þarna stóðu? Hvað óttast þau og hvað þrá þau að sjá breytast? Fram kom að þau vilja leggja áherslu á kristinn trúararf. Nú er einmitt hvítasunnuhelgin þegar kristið fólk um allan heim minnist þess aburðar er vinir og nemendur Jesú fylltust heilögum anda og töluðu nýjum tungum þannig að útlendingar sem bjuggu í Jerúsalem frá öllum heimshornum skildu það sem sagt var. Hvítasunnuhátíðin er hátíð afskautunarinnar, hátíð einingar í fjölbreytileika. Eldrauður dagur gagnkvæms skilnings þar sem fólk fékk málið og hver skildi annan með virðingu og samlíðun svo til varð vináttubandalag þvert á alla flokka! Má byrja þar? Kjarni kristins siðferðis er áhuginn og virðingin fyrir öllu fólki þvert á allt sem aðskilur. Við getum þetta Nú eru þungir tímar í veröldinni og fátt um svör. Hvað gerum við þegar við vitum ekki hvað gera skal? Við gerum bara eins og forfeður okkar og mæður gerðu á undan okkur; Höfum stjórn á sjálfum okkur og gerum það sem í valdi okkar stendur. Virðing er á okkar valdi. Nýlega kom mætur maður fram í Heimildinni, Jasmin Vajzovic að nafni. Hann fluttist einmitt frá Balkanskaganum fyrir 30 árum og settist að á Íslandi. Hér hefur hann búið ásamt eiginkonu og dóttur sem fædd er hér heima. Fjölskyldunni hefur liðið vel á Íslandi þar til fyrir um tveimur árum. Tíðarandinn hefur breyst og nú kveðst Jasmin upplifa andúð og fordóma vegna trúar sinnar og uppruna þar sem hann er múslími. Hann kveðst jafnvel kvíða fyrir framtíð dóttur sinnar í landinu. Í stað reiðinnar sem vekur forherðingu og lömun þurfum við á samtali að halda þar sem virðing og samlíðun vex fram líkt og í Eyjum forðum. Í þessu verkefni þurfa allar stofnanir samfélagsins að gera sitt; kirkjur og bílaverkstæði, moskur og frystihús, líkamsræktarstöðvar og bænahús, íþróttafélög, menntastofnanir, stéttafélög og hvar sem fólk annars starfar saman. Í stað skautunar þurfum við að æfa skrefin frá okkar eina sjónarhóli svo við sjáum samhengi. Við þurfum að æfa gönguna kring um menn og málefni þar sem lausnir byrja að fæðast í góðu samtali því enginn er skilinn eftir en öll hafa rödd og frelsi til að segja það sem þau meina og meina það sem þau segja. Þá verður gott að búa á Íslandi. Jóna Hrönn Bolladóttir er sóknarprestur í Garðabæ og Bjarni Karlsson er prestur og siðfræðingur.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar