Sport

Sögulegur knattspyrnuleikur

Pétur Ormslev fyrrum hetja Frammara verðu klár á morgun.
Pétur Ormslev fyrrum hetja Frammara verðu klár á morgun.

Á morgun gefst knattspyrnuáhugafólki sá sjaldséði kostur að sjá helstu hetjur íslenskrar knattspyrnusögu, fyrr og síðar, etja kappi saman. Stjörnulið fyrrum landsliðsmanna mun keppa við ,,yngri"

landsliðsmenn (A og B)í Vodafone höllinni á morgun, sunnudag, kl. 14:00.

Leikið verður 2 x 8 mínútur.

Leikurinn er haldinn að tilefni opnunar átaksins Karlmenn og Krabbamein sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir.

Yfirskrift átaksins er Lífsstíll, heilsa og mataræði og er áhersla lögð á að það er aldrei of seint að taka upp heilbrigðan lífsstíl og bæta bæði lífsgæði sín og lengja lífið! Átakið stendur yfir frá 1-15 mars og verða seldir sérstakir styrktarmiðar í fjölda verslana til styrktar átakinu, auk þess sem að þrílit bindi, í litum átaksins, verða til sölu í verslunum Herragarðsins. Þá gefst fyrirtækjum sá kostur að kaupa silfurlitar slaufur til styrktar átakinu!

Opnunin verður í Vodafone höllinni - á sunnudaginn 1. mars kl. 14:00 Allir eru velkomnir og aðgangseyrir enginn!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×