Fjölmenni mótmælti ofbeldi 29. apríl 2005 00:01 Um eitt þúsund manns komu saman á Akureyri í dag til að mótmæla auknu ofbeldi. Ofbeldi var sýnt rauða spjaldið og segir einn skipuleggjenda að atburðir eins og orðið hafa í bænum að undanförnu, verði ekki liðnir. Bæjarstjórinn fagnar þessu átaki og segir fólk komið með upp í kok af ofbeldi. Fregnir af grófum ofbeldismálum hafa veriðáberandi undanfarin misseri og nú síðustu daga hafa að minnsta kosti tvö gróf ofbeldismál á Akureyri verið mikið til umfjöllunar. Hópi akureyskra ungmenna var nóg boðið og með stuðningi Akureyrarbæjar var efnt til útifundar í dag þar sem ofbeldi var sýnt rauða spjaldið bókstaflega. Valdís Hanna Jónsdóttir, einn skipuleggjenda, segir að Akureyri sé fjölskyldu- og menningarbær og þar vilji fólk ekki hafa svona mikið ofbeldi. Lögreglan áætlar að um eitt þúsund manns hafi komið saman á ráðhústorginu á Akureyri í dag til að sýna ofbeldinu rauða spjaldið og tónlistarmaðurinn KK fór sérstaklega norður til að leggja málinu lið. Mikil umræða er í bænum, ekki síst meðal ungs fólks, um aukið ofbeldi. Valdís Hanna segir að fólk sé almennt búið að fá nóg, hvort sem það sé ungt eða gamalt, og það vilji að eitthvað verði gert í málunum. Því sé ekki beinlínis verið að mótmæla heldur vekja fólk til umhugsunar, bæði stjórnvöld og almenning, og benda á að nú sé kominn tími til að gera eitthvað róttækt. Fregnir hafa borist um að til standi að efna til svona funda víðar á landinu. Sumum verslunum á Akureyri var lokað í dag til að fólk gæti mætt á fundinn og meðal þeirra sem sýndu rauða spjaldið var bæjarstjórinn Kristján Þór Júlíusson sem sagðist taka þátt í aðgerðunum eins og hver annar bæjarbúi. Hann sagði enn fremur að sem betur fer sýndi þetta hug fólks til þeirrar stöðu sem uppi væri. Fólk vildi mótmæla því ofbeldi sem hefði rutt sér upp á yfirborðið á undanförnum árum. Það væri gott þegar almenningur lýsti því yfir að hann væri búinn að fá upp í kok af því. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Um eitt þúsund manns komu saman á Akureyri í dag til að mótmæla auknu ofbeldi. Ofbeldi var sýnt rauða spjaldið og segir einn skipuleggjenda að atburðir eins og orðið hafa í bænum að undanförnu, verði ekki liðnir. Bæjarstjórinn fagnar þessu átaki og segir fólk komið með upp í kok af ofbeldi. Fregnir af grófum ofbeldismálum hafa veriðáberandi undanfarin misseri og nú síðustu daga hafa að minnsta kosti tvö gróf ofbeldismál á Akureyri verið mikið til umfjöllunar. Hópi akureyskra ungmenna var nóg boðið og með stuðningi Akureyrarbæjar var efnt til útifundar í dag þar sem ofbeldi var sýnt rauða spjaldið bókstaflega. Valdís Hanna Jónsdóttir, einn skipuleggjenda, segir að Akureyri sé fjölskyldu- og menningarbær og þar vilji fólk ekki hafa svona mikið ofbeldi. Lögreglan áætlar að um eitt þúsund manns hafi komið saman á ráðhústorginu á Akureyri í dag til að sýna ofbeldinu rauða spjaldið og tónlistarmaðurinn KK fór sérstaklega norður til að leggja málinu lið. Mikil umræða er í bænum, ekki síst meðal ungs fólks, um aukið ofbeldi. Valdís Hanna segir að fólk sé almennt búið að fá nóg, hvort sem það sé ungt eða gamalt, og það vilji að eitthvað verði gert í málunum. Því sé ekki beinlínis verið að mótmæla heldur vekja fólk til umhugsunar, bæði stjórnvöld og almenning, og benda á að nú sé kominn tími til að gera eitthvað róttækt. Fregnir hafa borist um að til standi að efna til svona funda víðar á landinu. Sumum verslunum á Akureyri var lokað í dag til að fólk gæti mætt á fundinn og meðal þeirra sem sýndu rauða spjaldið var bæjarstjórinn Kristján Þór Júlíusson sem sagðist taka þátt í aðgerðunum eins og hver annar bæjarbúi. Hann sagði enn fremur að sem betur fer sýndi þetta hug fólks til þeirrar stöðu sem uppi væri. Fólk vildi mótmæla því ofbeldi sem hefði rutt sér upp á yfirborðið á undanförnum árum. Það væri gott þegar almenningur lýsti því yfir að hann væri búinn að fá upp í kok af því.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira