Lítið skref í baráttunni gegn nauðgunum Ögmundur Jónasson og Halla Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2010 06:15 Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður dómsmála- og mannréttindaráðherra Neyðarmóttaka vegna nauðgunar og Stígamót taka á móti að meðaltali 230 manneskjum árlega sem leita sér aðstoðar eftir að hafa orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun. Neyðarmóttaka veitir eins og nafnið gefur til kynna neyðarþjónustu eftir ofbeldi en fólk leitar til Stígamóta til að vinna úr afleiðingum ofbeldisins. Samtals hafa um 1.600 manns leitað sér aðstoðar á þessum tveimur stöðum á síðustu sjö árum. Þolendur nauðgana eru í miklum meirihluta konur og ofbeldismennirnir í langflestum tilfellum karlar. Rétt er að taka fram að hér er ekki meðtalið kynferðislegt ofbeldi gegn börnum en að því viðbættu tvöfaldast fjöldinn. Árið 2009 komu 233 nauðgunarmál á borð Neyðarmóttöku og Stígamóta. Lögreglu bárust hins vegar aðeins 65 kærur. 42 mál fóru áfram til Ríkissaksóknara, ákært var í 14 málum og sakfellt í átta. Átta mál af 233 gera 3,4%. Á undanförnum sjö árum hefur þetta hlutfall hæst orðið 6,8%.Endurmenntun og hærri miskabætur Vegna þessara tölfræðilegu staðreynda boðaði dómsmála- og mannréttindaráðherra til samráðsfundar um meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu föstudaginn 12. nóvember sl. Til fundarins komu, svo dæmi séu tekin, fulltrúar Stígamóta, Neyðarmóttöku, lögreglu, Ríkissaksóknara, dómstólaráðs, Mannréttindaskrifstofu, Femínistafélags Íslands og þingflokka. Þátttakendum var skipt upp í smærri hópa og tekin voru til umræðu fimm efni: Löggjöf, kærur, lögregluransókn, ákærur og dómstólar. Í öllum hópunum spunnust frjóar umræður og lagðar voru fram ýmsar tillögur til úrbóta. Meðal þess sem fram kom á fundinum var að stofnun sérstakrar kynferðisbrotadeildar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið til miklla bóta en flutningur fleiri málaflokka undir sömu deild hefði verið skref aftur á bak. Skiptar skoðanir voru um hvort kynferðisbrotadeild ætti að starfa á landsvísu en rík áhersla var lögð á mikilvægi fyrstu klukkustundanna í rannsókn nauðgunarmála. Þá var einnig rætt hvort lögregla ætti, í samræmi við lög, alltaf að bregðast við með rannsókn þegar nauðgunarmál koma upp fremur en að láta brotaþola taka ákvörðun um kæru. Meðal hugmynda sem komu fram voru rannsókn á áhrifum breytinga á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga frá árinu 2007; kynningarátak um viðbrögð við nauðgun; endurmenntunarnámskeið fyrir dómara um áhrif kynferðislegs ofbeldis á brotaþola; endurskoðun á lögum sem fjalla um réttargæslumenn; a.m.k. tvær konur sitji í fjölskipuðum dómi í nauðgunarmálum og að miskabætur til brotaþola verði hærri. Þessar hugmyndir og fleiri verða unnar áfram á vettvangi dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins og þá í samráði við lykilaðila varðandi hverja ákvörðun fyrir sig. Svar okkar er nei Fyrir aðeins örfáum áratugum var kynferðislegt ofbeldi ekki til umræðu á Íslandi og margir litu svo á að slíkt ofbeldi ætti sér aðeins stað úti í hinum stóra heimi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, ekki síst fyrir tilstuðlan kvennahreyfingarinnar, sem hefur barist við að ná eyrum samfélagsins og oft mátt þola svívirðingar fyrir það eitt að vekja máls á nauðgunum og öðru kynferðislegu ofbeldi. Fundurinn í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er aðeins lítið skref í þessari baráttu. Það getur verið freistandi að líta á nauðganir sem einstaklingsbundinn valda. Fjöldi þeirra sýnir hins vegar skýrt fram á að þetta ofbeldi er stórt samfélagslegt vandamál. Nauðgun er ekki aðeins ógn við líf og heilsu þeirra sem fyrir slíku ofbeldi verða heldur einnig hinna sem þurfa að lifa við ógnina við ofbeldi. Á þessu þarf að taka með lögum og framfylgd laga en líka með menntun, fræðslu, forvörnum og hugarfarsbreytingu. Sem samfélag þurfum við að líta inn á við og spyrja: „Ætlum við að sætta okkur við 230 nauðganir á ári á Íslandi?" Svar okkar í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður dómsmála- og mannréttindaráðherra Neyðarmóttaka vegna nauðgunar og Stígamót taka á móti að meðaltali 230 manneskjum árlega sem leita sér aðstoðar eftir að hafa orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun. Neyðarmóttaka veitir eins og nafnið gefur til kynna neyðarþjónustu eftir ofbeldi en fólk leitar til Stígamóta til að vinna úr afleiðingum ofbeldisins. Samtals hafa um 1.600 manns leitað sér aðstoðar á þessum tveimur stöðum á síðustu sjö árum. Þolendur nauðgana eru í miklum meirihluta konur og ofbeldismennirnir í langflestum tilfellum karlar. Rétt er að taka fram að hér er ekki meðtalið kynferðislegt ofbeldi gegn börnum en að því viðbættu tvöfaldast fjöldinn. Árið 2009 komu 233 nauðgunarmál á borð Neyðarmóttöku og Stígamóta. Lögreglu bárust hins vegar aðeins 65 kærur. 42 mál fóru áfram til Ríkissaksóknara, ákært var í 14 málum og sakfellt í átta. Átta mál af 233 gera 3,4%. Á undanförnum sjö árum hefur þetta hlutfall hæst orðið 6,8%.Endurmenntun og hærri miskabætur Vegna þessara tölfræðilegu staðreynda boðaði dómsmála- og mannréttindaráðherra til samráðsfundar um meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu föstudaginn 12. nóvember sl. Til fundarins komu, svo dæmi séu tekin, fulltrúar Stígamóta, Neyðarmóttöku, lögreglu, Ríkissaksóknara, dómstólaráðs, Mannréttindaskrifstofu, Femínistafélags Íslands og þingflokka. Þátttakendum var skipt upp í smærri hópa og tekin voru til umræðu fimm efni: Löggjöf, kærur, lögregluransókn, ákærur og dómstólar. Í öllum hópunum spunnust frjóar umræður og lagðar voru fram ýmsar tillögur til úrbóta. Meðal þess sem fram kom á fundinum var að stofnun sérstakrar kynferðisbrotadeildar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið til miklla bóta en flutningur fleiri málaflokka undir sömu deild hefði verið skref aftur á bak. Skiptar skoðanir voru um hvort kynferðisbrotadeild ætti að starfa á landsvísu en rík áhersla var lögð á mikilvægi fyrstu klukkustundanna í rannsókn nauðgunarmála. Þá var einnig rætt hvort lögregla ætti, í samræmi við lög, alltaf að bregðast við með rannsókn þegar nauðgunarmál koma upp fremur en að láta brotaþola taka ákvörðun um kæru. Meðal hugmynda sem komu fram voru rannsókn á áhrifum breytinga á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga frá árinu 2007; kynningarátak um viðbrögð við nauðgun; endurmenntunarnámskeið fyrir dómara um áhrif kynferðislegs ofbeldis á brotaþola; endurskoðun á lögum sem fjalla um réttargæslumenn; a.m.k. tvær konur sitji í fjölskipuðum dómi í nauðgunarmálum og að miskabætur til brotaþola verði hærri. Þessar hugmyndir og fleiri verða unnar áfram á vettvangi dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins og þá í samráði við lykilaðila varðandi hverja ákvörðun fyrir sig. Svar okkar er nei Fyrir aðeins örfáum áratugum var kynferðislegt ofbeldi ekki til umræðu á Íslandi og margir litu svo á að slíkt ofbeldi ætti sér aðeins stað úti í hinum stóra heimi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, ekki síst fyrir tilstuðlan kvennahreyfingarinnar, sem hefur barist við að ná eyrum samfélagsins og oft mátt þola svívirðingar fyrir það eitt að vekja máls á nauðgunum og öðru kynferðislegu ofbeldi. Fundurinn í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er aðeins lítið skref í þessari baráttu. Það getur verið freistandi að líta á nauðganir sem einstaklingsbundinn valda. Fjöldi þeirra sýnir hins vegar skýrt fram á að þetta ofbeldi er stórt samfélagslegt vandamál. Nauðgun er ekki aðeins ógn við líf og heilsu þeirra sem fyrir slíku ofbeldi verða heldur einnig hinna sem þurfa að lifa við ógnina við ofbeldi. Á þessu þarf að taka með lögum og framfylgd laga en líka með menntun, fræðslu, forvörnum og hugarfarsbreytingu. Sem samfélag þurfum við að líta inn á við og spyrja: „Ætlum við að sætta okkur við 230 nauðganir á ári á Íslandi?" Svar okkar í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er nei.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar