Ekki ónýtt að setja heimsmet fyrir hádegi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. nóvember 2010 07:00 Einar Hólmgeirsson mun loksins spila handbolta á nýjan leik um helgina. Nordic Photos / Bongarts Einar Hólmgeirsson stórskytta er aftur kominn á ferðina með félagi sínu Ahlen Hamm. Hann mun spila sinn fyrsta leik með félaginu í háa herrans tíð um helgina þegar það mætir Aroni Kristjánssyni og lærisveinum hans í Hannover Burgdorf. Einar þurfti að fara í aðgerð á hné í upphafi vetrar en hann hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina. „Ég er ekki alveg kominn á fulla ferð en ætla að reyna að hjálpa til um helgina. Mér líður samt ágætlega. Ég er með verki þegar ég hoppa en það er kannski eðlilegt. Það getur vel farið svo að ég losni aldrei við þessa verki og verð því að læra að lifa með þeim," segir Einar. Félagi hans veitir ekki af aðstoð hans um helgina enda er liðið aðeins með eitt stig og situr eitt og yfirgefið í neðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. „Ég ætla að reyna að vera skynsamur en það er ekki alltaf minn stíll. Ég vil helst keyra í hlutina á fullu gasi. Þetta er búinn að vera erfiður tími utan vallar og sérstaklega þar sem liðið hefur þurft á mér að halda. Það hafa fleiri leikmenn líka meiðst en við erum að koma til baka," sagði Einar en þrír leikmenn liðsins fóru í aðgerð í upphafi tímabilsins. Einar hefur fundið sér ýmislegt til dundurs í meiðslunum og hann tók þátt í að setja afar sérstakt heimsmet í gær. „Það var verið að auglýsa gufubaðsgarð sem er hérna í bænum. Ákveðið var að setja heimsmet með því að að koma einstaklingum af sem flestum þjóðernum í einn gufubaðsklefa. Það fóru rúmlega 100 manns í klefann en við vorum frá um 90 þjóðum. Þetta var alveg grillað en samt stórskemmtilegt," segir Einar hlæjandi en fóru menn naktir í gufuna eins og tíðkast í Þýskalandi? „Nei, reyndar var það ekki gert í þetta skiptið. Þetta var samt ótrúlega fyndið. Við vorum þarna inni í um fimm mínútur. Það var ekkert mál fyrir flesta en gaurinn frá Nepal hefði ekki haft það af að vera mikið lengur þarna. Hann var ekki alveg vanur þessum hita þarna inni. Ég hafði gaman af þessu enda orðinn heimsmethafi. Það er ekki ónýtt að setja heimsmet fyrir hádegi," segir Einar léttur. Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Einar Hólmgeirsson stórskytta er aftur kominn á ferðina með félagi sínu Ahlen Hamm. Hann mun spila sinn fyrsta leik með félaginu í háa herrans tíð um helgina þegar það mætir Aroni Kristjánssyni og lærisveinum hans í Hannover Burgdorf. Einar þurfti að fara í aðgerð á hné í upphafi vetrar en hann hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina. „Ég er ekki alveg kominn á fulla ferð en ætla að reyna að hjálpa til um helgina. Mér líður samt ágætlega. Ég er með verki þegar ég hoppa en það er kannski eðlilegt. Það getur vel farið svo að ég losni aldrei við þessa verki og verð því að læra að lifa með þeim," segir Einar. Félagi hans veitir ekki af aðstoð hans um helgina enda er liðið aðeins með eitt stig og situr eitt og yfirgefið í neðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. „Ég ætla að reyna að vera skynsamur en það er ekki alltaf minn stíll. Ég vil helst keyra í hlutina á fullu gasi. Þetta er búinn að vera erfiður tími utan vallar og sérstaklega þar sem liðið hefur þurft á mér að halda. Það hafa fleiri leikmenn líka meiðst en við erum að koma til baka," sagði Einar en þrír leikmenn liðsins fóru í aðgerð í upphafi tímabilsins. Einar hefur fundið sér ýmislegt til dundurs í meiðslunum og hann tók þátt í að setja afar sérstakt heimsmet í gær. „Það var verið að auglýsa gufubaðsgarð sem er hérna í bænum. Ákveðið var að setja heimsmet með því að að koma einstaklingum af sem flestum þjóðernum í einn gufubaðsklefa. Það fóru rúmlega 100 manns í klefann en við vorum frá um 90 þjóðum. Þetta var alveg grillað en samt stórskemmtilegt," segir Einar hlæjandi en fóru menn naktir í gufuna eins og tíðkast í Þýskalandi? „Nei, reyndar var það ekki gert í þetta skiptið. Þetta var samt ótrúlega fyndið. Við vorum þarna inni í um fimm mínútur. Það var ekkert mál fyrir flesta en gaurinn frá Nepal hefði ekki haft það af að vera mikið lengur þarna. Hann var ekki alveg vanur þessum hita þarna inni. Ég hafði gaman af þessu enda orðinn heimsmethafi. Það er ekki ónýtt að setja heimsmet fyrir hádegi," segir Einar léttur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni