Innlent

ESB fylgist með skatti á Google

Google.
Gróði fyrirtækisins er ekki allur fenginn löglega, að mati Frakka.
nordicphotos/afp
Google. Gróði fyrirtækisins er ekki allur fenginn löglega, að mati Frakka. nordicphotos/afp

Evrópusambandið hefur sagst ætla að fylgjast með fyrirætlunum Frakka um að skattleggja auglýsingahagnað Google og beina fénu til tónlistarmanna.

Talsmaður ESB, Jonathan Todd, segir að málið snúist um hvort skattheimta ríkis fyrir einkafyrirtæki geti skaðað samkeppni. Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, hefur ekki gefið upp hvort hann styðji Google-skattinn en er þess samþykkur að yfirburðastaða Google á markaði sé skoðuð í þessu augnamiði.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×