Innlent

Þingfundur stóð langt fram á nótt

Gert var hlé á þingfundi klukkan hálf þrjú í nótt, en þá hafði önnur umræða um um fjárlög staðið allan daginn og verður fram haldið klukkan hálf tvö í dag.

Meðal annars spunnust umræður um það hvort stjórnarandstaðan væri að beita málþófi. Nokkrir vor á mælendaskrá þegar umræðunni var frestað, en það voru nær eingöngu þingmenn stjórnarandstöðunnar sem tjáðu sig um málið í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×