Erlent

Fundu prótein sem ver krabbamein gegn geislameðferð

Vísindamenn hjá Krabbameinsmiðstöð Danmerkur hafa fundið prótein sem gerir það að verkum að krabbameinsfrumur geta lifað af geislameðferð þá sem notuð hefur verið til að drepa frumurnar.

Vísindamennirnir komust að því að þetta prótein gerir krabbameinsfrumum kleyft að endurbyggja þann skaða sem þær verða fyrir í geislameðferðinni. Rannsókn þessi hefur staðið yfir í fimm ár en sá sem stjórnar henni, Mads Daugaard segir í samtali við Jyllands Posten að próteinið verji krabbameinsfrumurnar á þann hátt að þær verða ónæmar fyrir geislameðferðinni. Ef að próteinið er hinsvegar fjarlægt úr frumunum drepast þær í meðferðinni.

Góðu fréttirnar eru að hægt er að aðskilja þetta prótein úr krabbameinsfrumunum áður en geislameðferðin hefst. Daugaard segir að í meðhöndlun krabbameinssjúklinga í framtíðinni verði fyrst kannað hvort þetta prótein sé til staðar í þeirra frumum. Þá sé kominn möguleiki á að auka batalíkur viðkomandi sjúklinga með því að útiloka próteinið áður en geislameðferðin hefst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×