Ferdinand: Ummæli Terry særðu mig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2012 16:30 Terry mætir til réttarhaldanna í dag. Nordicphotos/Getty Réttarhöld í máli Antons Ferdinand gegn John Terry hófust í London í dag. Terry er sakaður um að hafa haft kynþáttafordóma í frammi gagnvart Ferdinand í viðureign QPR og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í október síðastliðnum. Vefsíða enska dagblaðsins Guardian greinir frá gangi mála í réttarsalnum í dag. Eftirfarandi frétt er byggð á frásögn miðilsins á málinu en hana má sjá hér. Terry neitaði í dag sök í málinu. Hann segir að orð sín, þar sem hann kallaði Ferdinand „andskotans svartan aumingja"*(„fucking black cunt"), hafi í raun verið kaldhæðnislegt svar sitt til Ferdinand eftir að sá síðarnefndi ásakaði sig um ummælin. Ferdinand sagði hins vegar fyrir dómnum í dag að hann hefði alls ekki tekið eftir ummælum Terry fyrr en að leik loknum. Þá hafi kærasta hans sýnt honum myndband af youtube af umræddu atviki. Ferdinand minnti Terry á framhjáhaldið með fyrrverandi konu Bridge„Það hefði augljóslega sært mig mikið," sagði Ferdinand aðspurður hvernig hann hefði brugðist við hefði hann heyrt orð Terry á vellinum. Ferdinand sagðist ekki geta kvartað undan því að vera kallaður aumingi. Það tíðkaðist á knattspyrnuvellinum. „En þegar einhver leggur áherslu á litarhátt þinn er stærðargráðan allt önnur og særir mann mikið," sagði Ferdinand sem fór yfir gang mála á Loftus Road í október. Að sögn Ferdinand kallaði Terry sig aumingja sem svaraði á móti og minnti Terry á að hann hefði sofið hjá kærustu fyrrverandi liðsfélaga síns, Wayne Bridge, hjá Chelsea. Þá sagðist Ferdinand hafa gert niðrandi handahreyfingar til merkis um kynlíf til að leggja áherslu á fyrrnefnt ástarsamband Terry og fyrrverandi konu Bridge. Ashley Cole hafi svo komið til Ferdinand eftir leikinn og sagt að hann gæti ekki talað til JT (John Terry) með þessum hætti. Sættir í búningsklefanum að leik loknum.Ferdinand segist hafa verið beðinn um að ræða við John Terry í búningsklefa Chelsea að leik loknum að ósk Terry. Þar hafi Terry spurt Ferdinand hvort hann teldi Terry hafa haft kynþáttafordóma í frammi. „Ég sagði nei. Ég sagðist aldrei hafa haldið því fram," segist Ferdinand hafa sagt. Ashley Cole hafi þá ítrekað spurninguna þar sem hann taldi Ferdinand hafa ásakað Terry um kynþáttafordóma í spjalli við sig. Því neitaði Ferdinand einnig. Að því loknu hafi Terry og Ferdinand samþykkt að um hefðbundinn orðaslag hafi verið að ræða sem ekki þyrfti að dvelja lengur við. Um klukkustund eftir leikinn segist Ferdinand hafa hitt kærustu sína sem hafi spurt sig um meintan kynþáttaníð Terry. Aftur þverneitaði Ferdinand að hafa orðið fyrir þeim. Þá hafi kærastan sýnt Ferdinand atvikið á myndbandsupptöku í síma sínum og þá hafi málið tekið nýja stefnu. Ferdinand hafi verið sannfærður um að kynþáttafordómar hafi verið hafðir í frammi. Málinu verður framhaldið á morgun. Tengdar fréttir Réttarhöldin yfir Terry hefjast í dag John Terry, fyrirliði Chelsea, mun eyða deginum í réttarsal en þá hefjast loksins réttarhöld yfir honum vegna meints kynþáttaníðs í garð Anton Ferdinand, leikmanns QPR. 9. júlí 2012 09:00 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Réttarhöld í máli Antons Ferdinand gegn John Terry hófust í London í dag. Terry er sakaður um að hafa haft kynþáttafordóma í frammi gagnvart Ferdinand í viðureign QPR og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í október síðastliðnum. Vefsíða enska dagblaðsins Guardian greinir frá gangi mála í réttarsalnum í dag. Eftirfarandi frétt er byggð á frásögn miðilsins á málinu en hana má sjá hér. Terry neitaði í dag sök í málinu. Hann segir að orð sín, þar sem hann kallaði Ferdinand „andskotans svartan aumingja"*(„fucking black cunt"), hafi í raun verið kaldhæðnislegt svar sitt til Ferdinand eftir að sá síðarnefndi ásakaði sig um ummælin. Ferdinand sagði hins vegar fyrir dómnum í dag að hann hefði alls ekki tekið eftir ummælum Terry fyrr en að leik loknum. Þá hafi kærasta hans sýnt honum myndband af youtube af umræddu atviki. Ferdinand minnti Terry á framhjáhaldið með fyrrverandi konu Bridge„Það hefði augljóslega sært mig mikið," sagði Ferdinand aðspurður hvernig hann hefði brugðist við hefði hann heyrt orð Terry á vellinum. Ferdinand sagðist ekki geta kvartað undan því að vera kallaður aumingi. Það tíðkaðist á knattspyrnuvellinum. „En þegar einhver leggur áherslu á litarhátt þinn er stærðargráðan allt önnur og særir mann mikið," sagði Ferdinand sem fór yfir gang mála á Loftus Road í október. Að sögn Ferdinand kallaði Terry sig aumingja sem svaraði á móti og minnti Terry á að hann hefði sofið hjá kærustu fyrrverandi liðsfélaga síns, Wayne Bridge, hjá Chelsea. Þá sagðist Ferdinand hafa gert niðrandi handahreyfingar til merkis um kynlíf til að leggja áherslu á fyrrnefnt ástarsamband Terry og fyrrverandi konu Bridge. Ashley Cole hafi svo komið til Ferdinand eftir leikinn og sagt að hann gæti ekki talað til JT (John Terry) með þessum hætti. Sættir í búningsklefanum að leik loknum.Ferdinand segist hafa verið beðinn um að ræða við John Terry í búningsklefa Chelsea að leik loknum að ósk Terry. Þar hafi Terry spurt Ferdinand hvort hann teldi Terry hafa haft kynþáttafordóma í frammi. „Ég sagði nei. Ég sagðist aldrei hafa haldið því fram," segist Ferdinand hafa sagt. Ashley Cole hafi þá ítrekað spurninguna þar sem hann taldi Ferdinand hafa ásakað Terry um kynþáttafordóma í spjalli við sig. Því neitaði Ferdinand einnig. Að því loknu hafi Terry og Ferdinand samþykkt að um hefðbundinn orðaslag hafi verið að ræða sem ekki þyrfti að dvelja lengur við. Um klukkustund eftir leikinn segist Ferdinand hafa hitt kærustu sína sem hafi spurt sig um meintan kynþáttaníð Terry. Aftur þverneitaði Ferdinand að hafa orðið fyrir þeim. Þá hafi kærastan sýnt Ferdinand atvikið á myndbandsupptöku í síma sínum og þá hafi málið tekið nýja stefnu. Ferdinand hafi verið sannfærður um að kynþáttafordómar hafi verið hafðir í frammi. Málinu verður framhaldið á morgun.
Tengdar fréttir Réttarhöldin yfir Terry hefjast í dag John Terry, fyrirliði Chelsea, mun eyða deginum í réttarsal en þá hefjast loksins réttarhöld yfir honum vegna meints kynþáttaníðs í garð Anton Ferdinand, leikmanns QPR. 9. júlí 2012 09:00 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Réttarhöldin yfir Terry hefjast í dag John Terry, fyrirliði Chelsea, mun eyða deginum í réttarsal en þá hefjast loksins réttarhöld yfir honum vegna meints kynþáttaníðs í garð Anton Ferdinand, leikmanns QPR. 9. júlí 2012 09:00