Erlent

Fundu sundurbútað lík stúlku

Lögreglumenn í Lundúnum hafa fundið lík fimmtán ára stúlku sem saknað hafði verið síðan á mánudag. Lík stúlkunnar fannst sundurbútað í Catford í suðurhluta Lundúna eftir að lögregla var kölluð á staðinn í kjölfar tilkynningar um að maður hefði skorið sjálfan sig. Hann og kona hans voru bæði handtekin og sæta nú yfirheyrslum um morðið á stúlkunni. Stúlkan sást síðast á lífi á sunnudagskvöld. Þá fór hún að heima til að nota almenningssíma. Þegar hún kom ekki aftur heim ályktuðu foreldrar hennar að hún hefði ákveðið að gista hjá vinum að sögn fréttavefs BBC. Daginn eftir fór kærasti hennar að spyrjast eftir henni og þegar ljóst varð að enginn hafði séð hana fór fólk að óttast að henni hefði verið rænt. Sundurbútað lík stúlkunnar fannst á miðvikudag en breskir fjölmiðlar sögðu fyrst frá málinu síðustu nótt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×