Atvinnumaðurinn Gylfi er sjúkur í ferðalög og laxveiði Guðrún Ansnes skrifar 2. október 2015 10:45 Gylfi gerir ýmislegt annað en að sparka í bolta, merkilegt nokk. „Það er vissulega gaman að geta sinnt hlutverki fyrirmyndarinnar með þessum hætti. Sjálfur hefði ég sennilega viljað lesa þessa, en ég var duglegur að glugga í svona bækur þegar ég var krakki. Ekki til að lesa þær endilega, mest að skoða myndirnar,“ útskýrir Gylfi Þór Sigurðsson, einn fremsti knattspyrnukappi okkar Íslendinga. Hann er efniviður nýrrar bókar sem ber titilinn Atvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson. „Ég gæti svo alveg hugsað mér að skrifa eitthvað eftir ævintýrið á EM næsta sumar, eða eftir að ég legg skóna á hilluna, en læt þetta duga í bili,“ segir Gylfi og bætir við: „Ég er mjög sáttur við að hún sé loksins komin út, en allt ferlið hefur tekið rúmlega ár. Það hefur verið gaman að gleyma sér í einhverju aðeins öðru en fótbolta, þetta eru náttúrulega gjörólíkir hlutir.“Gylfi var fljótur að komast uppá lagið með boltann. Hér er mynd úr bókinni þar sem okkar maður sést spæna upp stofugólfið með knöttinn.Sú staðreynd kemur eflaust einhverjum á óvart, að Gylfi einskorðar sig ekki aðeins við boltaspark og titlar sig náttúrubarn, og kemur aðeins inn á þessar óvæntu hliðar í bókinni. „Ég hef gaman af golfi, en svo hef ég gríðarlega gaman af að ferðast. Ég fór til að mynda til Suður-Afríku í safarí ekki alls fyrir löngu og það var sannkallaður toppur. Ég mæli með að allir skelli sér í svoleiðis, eitthvað aðeins annað en sólarlanda- eða verslunarferðir.“ Þá segist Gylfi njóta þess að renna fyrir lax. „Það er nokkuð nýtt. En ætli ég sé ekki í grunninn bara náttúruunnandi,“ segir hann og skellir upp úr.Gylfi segir bókina henta ungum fótboltaáhugamönnum vel, en hún er myndskreytt ríkulega ásamt QR kóðum, sem hann er sérlega stoltur af.Gylfi segir bókina mikið til fjalla um sögu hans, frá uppeldisfélögunum til atvinnumennskunnar, og allt sem því fylgir. Blaðamaður innir hann eftir hvort ekki sé himinn og haf milli þess að spila heima á Íslandi og hjá Swansea City í ensku úrvaldsdeildinni með sérstöku tilliti til fjölmiðlaágangs. „Við Alexandra finnum ekki mikið fyrir frægðinni. Það er aðallega bara ef einhver sendir okkur linka á eitthvert efni af netinu,“ segir Gylfi sem er í sambúð með Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. „Við pælum ekki mikið í þessu. Ég myndi segja að áreitið sé því hóflegt.“Gylfa virðist takast vel upp í flestu sem hann tekur fyrir hendur. Verður áhugavert að sjá hvort hann skjóti sér á metsölulista bókabúðanna líka.Gylfa er þegar farið að klæja í fingurna og segist gríðarspenntur fyrir áritun, sem fram fer 8. október í verslun 10/11 Ármúla. Hann slær þannig tvær flugur í einu höggi, þar sem hann verður staddur á landinu vegna leiks landsliðsins gegn Lettlandi þann 10.október. Gylfi útilokar þó ekki að hann slái tvær flugur í einu höggi þegar hann kemur til landsins vegna leiks landsliðsins gegn Lettlandi á Laugardalsvelli þann 10. október næstkomandi. Í framhaldinu spilar landsliðið sinn síðasta leik í undankeppni EM í Tyrklandi. Þá kemur í ljós hvort við Íslendingar höfnum í fyrsta eða öðru sæti riðilsins. Tengdar fréttir Gylfi Þór: Gott að komast á blað og nú fara mörkin að koma Landsliðsmaðurinn skoraði sitt fyrsta mark fyrir Swansea á þessu tímabili gegn Southampton í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 29. september 2015 10:30 Gylfi og félagar úr leik í enska deildarbikarnum | Úrslit kvöldsins Ensku úrvalsdeildarliðin Manchester City, Stoke City og Aston Villa komust öll áfram í fjórðu umferð enska deildabikarsins í kvöld en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City eru úr leik. 22. september 2015 21:05 Gylfi Þór: Skrítið að spila undir stjórn mesta grínarans í liðinu Íslenski landsliðsmaðurinn hefur miklar mætur á Garry Monk, knattspyrnustjóra sínum hjá Swansea. 2. október 2015 09:30 Gylfi skoraði í tapleik Sjö leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag og ber þar hæst góður sigur Southampton gegn Swansea, 3-1. 26. september 2015 00:53 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
„Það er vissulega gaman að geta sinnt hlutverki fyrirmyndarinnar með þessum hætti. Sjálfur hefði ég sennilega viljað lesa þessa, en ég var duglegur að glugga í svona bækur þegar ég var krakki. Ekki til að lesa þær endilega, mest að skoða myndirnar,“ útskýrir Gylfi Þór Sigurðsson, einn fremsti knattspyrnukappi okkar Íslendinga. Hann er efniviður nýrrar bókar sem ber titilinn Atvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson. „Ég gæti svo alveg hugsað mér að skrifa eitthvað eftir ævintýrið á EM næsta sumar, eða eftir að ég legg skóna á hilluna, en læt þetta duga í bili,“ segir Gylfi og bætir við: „Ég er mjög sáttur við að hún sé loksins komin út, en allt ferlið hefur tekið rúmlega ár. Það hefur verið gaman að gleyma sér í einhverju aðeins öðru en fótbolta, þetta eru náttúrulega gjörólíkir hlutir.“Gylfi var fljótur að komast uppá lagið með boltann. Hér er mynd úr bókinni þar sem okkar maður sést spæna upp stofugólfið með knöttinn.Sú staðreynd kemur eflaust einhverjum á óvart, að Gylfi einskorðar sig ekki aðeins við boltaspark og titlar sig náttúrubarn, og kemur aðeins inn á þessar óvæntu hliðar í bókinni. „Ég hef gaman af golfi, en svo hef ég gríðarlega gaman af að ferðast. Ég fór til að mynda til Suður-Afríku í safarí ekki alls fyrir löngu og það var sannkallaður toppur. Ég mæli með að allir skelli sér í svoleiðis, eitthvað aðeins annað en sólarlanda- eða verslunarferðir.“ Þá segist Gylfi njóta þess að renna fyrir lax. „Það er nokkuð nýtt. En ætli ég sé ekki í grunninn bara náttúruunnandi,“ segir hann og skellir upp úr.Gylfi segir bókina henta ungum fótboltaáhugamönnum vel, en hún er myndskreytt ríkulega ásamt QR kóðum, sem hann er sérlega stoltur af.Gylfi segir bókina mikið til fjalla um sögu hans, frá uppeldisfélögunum til atvinnumennskunnar, og allt sem því fylgir. Blaðamaður innir hann eftir hvort ekki sé himinn og haf milli þess að spila heima á Íslandi og hjá Swansea City í ensku úrvaldsdeildinni með sérstöku tilliti til fjölmiðlaágangs. „Við Alexandra finnum ekki mikið fyrir frægðinni. Það er aðallega bara ef einhver sendir okkur linka á eitthvert efni af netinu,“ segir Gylfi sem er í sambúð með Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. „Við pælum ekki mikið í þessu. Ég myndi segja að áreitið sé því hóflegt.“Gylfa virðist takast vel upp í flestu sem hann tekur fyrir hendur. Verður áhugavert að sjá hvort hann skjóti sér á metsölulista bókabúðanna líka.Gylfa er þegar farið að klæja í fingurna og segist gríðarspenntur fyrir áritun, sem fram fer 8. október í verslun 10/11 Ármúla. Hann slær þannig tvær flugur í einu höggi, þar sem hann verður staddur á landinu vegna leiks landsliðsins gegn Lettlandi þann 10.október. Gylfi útilokar þó ekki að hann slái tvær flugur í einu höggi þegar hann kemur til landsins vegna leiks landsliðsins gegn Lettlandi á Laugardalsvelli þann 10. október næstkomandi. Í framhaldinu spilar landsliðið sinn síðasta leik í undankeppni EM í Tyrklandi. Þá kemur í ljós hvort við Íslendingar höfnum í fyrsta eða öðru sæti riðilsins.
Tengdar fréttir Gylfi Þór: Gott að komast á blað og nú fara mörkin að koma Landsliðsmaðurinn skoraði sitt fyrsta mark fyrir Swansea á þessu tímabili gegn Southampton í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 29. september 2015 10:30 Gylfi og félagar úr leik í enska deildarbikarnum | Úrslit kvöldsins Ensku úrvalsdeildarliðin Manchester City, Stoke City og Aston Villa komust öll áfram í fjórðu umferð enska deildabikarsins í kvöld en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City eru úr leik. 22. september 2015 21:05 Gylfi Þór: Skrítið að spila undir stjórn mesta grínarans í liðinu Íslenski landsliðsmaðurinn hefur miklar mætur á Garry Monk, knattspyrnustjóra sínum hjá Swansea. 2. október 2015 09:30 Gylfi skoraði í tapleik Sjö leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag og ber þar hæst góður sigur Southampton gegn Swansea, 3-1. 26. september 2015 00:53 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
Gylfi Þór: Gott að komast á blað og nú fara mörkin að koma Landsliðsmaðurinn skoraði sitt fyrsta mark fyrir Swansea á þessu tímabili gegn Southampton í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 29. september 2015 10:30
Gylfi og félagar úr leik í enska deildarbikarnum | Úrslit kvöldsins Ensku úrvalsdeildarliðin Manchester City, Stoke City og Aston Villa komust öll áfram í fjórðu umferð enska deildabikarsins í kvöld en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City eru úr leik. 22. september 2015 21:05
Gylfi Þór: Skrítið að spila undir stjórn mesta grínarans í liðinu Íslenski landsliðsmaðurinn hefur miklar mætur á Garry Monk, knattspyrnustjóra sínum hjá Swansea. 2. október 2015 09:30
Gylfi skoraði í tapleik Sjö leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag og ber þar hæst góður sigur Southampton gegn Swansea, 3-1. 26. september 2015 00:53