Enski boltinn

Gylfi og félagar úr leik í enska deildarbikarnum | Úrslit kvöldsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Meyler fagnar sigurmarki sínu á móti Swansea City í kvöld.
David Meyler fagnar sigurmarki sínu á móti Swansea City í kvöld. Vísir/Getty
Ensku úrvalsdeildarliðin Manchester City, Stoke City og Aston Villa komust öll áfram í fjórðu umferð enska deildabikarsins í kvöld en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City eru úr leik.

Það varð að framlengja leik úrvalsdeildarliðanna og spútnikliða haustsins, Leicester City og West Ham United, eftir að staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma.

Swansea tapaði 1-0 á útivelli á móti b-deildarliði Hull City. Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn en David Meyler tryggði Hull sigurinn fjórum mínútum fyrir hálfleik.

Manchester City átti ekki í miklum vandræðum með að slá út Sunderland eftir 4-1 sigur á Leikvangi Ljóssins í Sunderland.

Sergio Agüero, Kevin De Bruyne og Raheem Sterling skoruðu allir í fyrri hálfleik þegar Manchester City komst í 4-0 en fjórða markið var sjálfsmark. Ola Toivonen minnkaði muninn í lokin.

Peter Crouch tryggði Stoke útisigur á Fulham og Rudy Gestede skoraði eina markið í Birmingham-slagnum.

Everton lenti undir á útivelli á móti Reading en þeir Ross Barkley og Gerard Deulofeu tryggðu Everton sigurinn í seinni hálfleik.



Úrslit og markaskorarar í enska deildarbikarnum í kvöld:

Aston Villa - Birmingham    1-0

1-0 Rudy Gestede (63.)

Fulham - Stoke    0-1

0-1 Peter Crouch (33.)

Hull - Swansea    1-0

1-0 David Meyler (41.)

Leicester - West Ham    1-1 (Framlengt)

1-0 Joe Dodoo (6.), 1-1 Mauro Zárate (26.)

Middlesbrough - Wolverhampton    3-0

1-0 Albert Adomah (37.), 2-0 Diego Fabbrini (57.), 3-0 Albert Adomah (64.).

Preston - Bournemouth    1-1 (Framlengt)

0-1 Shaun MacDonald (23.), 1-1 Jordan Hugill (84.), 1-2 Marc Pugh (96.),

Sunderland - Manchester City    1-4

0-1 Sergio Agüero (10.), 0-2 Kevin De Bruyne (25.), 0-3 Sjálfsmark Vito Mannone (33.), 0-4 Raheem Sterling (36.), 1-4 Ola Toivonen (83.)

Reading - Everton    1-2

1-0 Nick Blackman (37.), 1-1  Ross Barkley (62.), 1-2 Gerard Deulofeu (73.).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×