Atvinnumaðurinn Gylfi er sjúkur í ferðalög og laxveiði Guðrún Ansnes skrifar 2. október 2015 10:45 Gylfi gerir ýmislegt annað en að sparka í bolta, merkilegt nokk. „Það er vissulega gaman að geta sinnt hlutverki fyrirmyndarinnar með þessum hætti. Sjálfur hefði ég sennilega viljað lesa þessa, en ég var duglegur að glugga í svona bækur þegar ég var krakki. Ekki til að lesa þær endilega, mest að skoða myndirnar,“ útskýrir Gylfi Þór Sigurðsson, einn fremsti knattspyrnukappi okkar Íslendinga. Hann er efniviður nýrrar bókar sem ber titilinn Atvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson. „Ég gæti svo alveg hugsað mér að skrifa eitthvað eftir ævintýrið á EM næsta sumar, eða eftir að ég legg skóna á hilluna, en læt þetta duga í bili,“ segir Gylfi og bætir við: „Ég er mjög sáttur við að hún sé loksins komin út, en allt ferlið hefur tekið rúmlega ár. Það hefur verið gaman að gleyma sér í einhverju aðeins öðru en fótbolta, þetta eru náttúrulega gjörólíkir hlutir.“Gylfi var fljótur að komast uppá lagið með boltann. Hér er mynd úr bókinni þar sem okkar maður sést spæna upp stofugólfið með knöttinn.Sú staðreynd kemur eflaust einhverjum á óvart, að Gylfi einskorðar sig ekki aðeins við boltaspark og titlar sig náttúrubarn, og kemur aðeins inn á þessar óvæntu hliðar í bókinni. „Ég hef gaman af golfi, en svo hef ég gríðarlega gaman af að ferðast. Ég fór til að mynda til Suður-Afríku í safarí ekki alls fyrir löngu og það var sannkallaður toppur. Ég mæli með að allir skelli sér í svoleiðis, eitthvað aðeins annað en sólarlanda- eða verslunarferðir.“ Þá segist Gylfi njóta þess að renna fyrir lax. „Það er nokkuð nýtt. En ætli ég sé ekki í grunninn bara náttúruunnandi,“ segir hann og skellir upp úr.Gylfi segir bókina henta ungum fótboltaáhugamönnum vel, en hún er myndskreytt ríkulega ásamt QR kóðum, sem hann er sérlega stoltur af.Gylfi segir bókina mikið til fjalla um sögu hans, frá uppeldisfélögunum til atvinnumennskunnar, og allt sem því fylgir. Blaðamaður innir hann eftir hvort ekki sé himinn og haf milli þess að spila heima á Íslandi og hjá Swansea City í ensku úrvaldsdeildinni með sérstöku tilliti til fjölmiðlaágangs. „Við Alexandra finnum ekki mikið fyrir frægðinni. Það er aðallega bara ef einhver sendir okkur linka á eitthvert efni af netinu,“ segir Gylfi sem er í sambúð með Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. „Við pælum ekki mikið í þessu. Ég myndi segja að áreitið sé því hóflegt.“Gylfa virðist takast vel upp í flestu sem hann tekur fyrir hendur. Verður áhugavert að sjá hvort hann skjóti sér á metsölulista bókabúðanna líka.Gylfa er þegar farið að klæja í fingurna og segist gríðarspenntur fyrir áritun, sem fram fer 8. október í verslun 10/11 Ármúla. Hann slær þannig tvær flugur í einu höggi, þar sem hann verður staddur á landinu vegna leiks landsliðsins gegn Lettlandi þann 10.október. Gylfi útilokar þó ekki að hann slái tvær flugur í einu höggi þegar hann kemur til landsins vegna leiks landsliðsins gegn Lettlandi á Laugardalsvelli þann 10. október næstkomandi. Í framhaldinu spilar landsliðið sinn síðasta leik í undankeppni EM í Tyrklandi. Þá kemur í ljós hvort við Íslendingar höfnum í fyrsta eða öðru sæti riðilsins. Tengdar fréttir Gylfi Þór: Gott að komast á blað og nú fara mörkin að koma Landsliðsmaðurinn skoraði sitt fyrsta mark fyrir Swansea á þessu tímabili gegn Southampton í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 29. september 2015 10:30 Gylfi og félagar úr leik í enska deildarbikarnum | Úrslit kvöldsins Ensku úrvalsdeildarliðin Manchester City, Stoke City og Aston Villa komust öll áfram í fjórðu umferð enska deildabikarsins í kvöld en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City eru úr leik. 22. september 2015 21:05 Gylfi Þór: Skrítið að spila undir stjórn mesta grínarans í liðinu Íslenski landsliðsmaðurinn hefur miklar mætur á Garry Monk, knattspyrnustjóra sínum hjá Swansea. 2. október 2015 09:30 Gylfi skoraði í tapleik Sjö leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag og ber þar hæst góður sigur Southampton gegn Swansea, 3-1. 26. september 2015 00:53 Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
„Það er vissulega gaman að geta sinnt hlutverki fyrirmyndarinnar með þessum hætti. Sjálfur hefði ég sennilega viljað lesa þessa, en ég var duglegur að glugga í svona bækur þegar ég var krakki. Ekki til að lesa þær endilega, mest að skoða myndirnar,“ útskýrir Gylfi Þór Sigurðsson, einn fremsti knattspyrnukappi okkar Íslendinga. Hann er efniviður nýrrar bókar sem ber titilinn Atvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson. „Ég gæti svo alveg hugsað mér að skrifa eitthvað eftir ævintýrið á EM næsta sumar, eða eftir að ég legg skóna á hilluna, en læt þetta duga í bili,“ segir Gylfi og bætir við: „Ég er mjög sáttur við að hún sé loksins komin út, en allt ferlið hefur tekið rúmlega ár. Það hefur verið gaman að gleyma sér í einhverju aðeins öðru en fótbolta, þetta eru náttúrulega gjörólíkir hlutir.“Gylfi var fljótur að komast uppá lagið með boltann. Hér er mynd úr bókinni þar sem okkar maður sést spæna upp stofugólfið með knöttinn.Sú staðreynd kemur eflaust einhverjum á óvart, að Gylfi einskorðar sig ekki aðeins við boltaspark og titlar sig náttúrubarn, og kemur aðeins inn á þessar óvæntu hliðar í bókinni. „Ég hef gaman af golfi, en svo hef ég gríðarlega gaman af að ferðast. Ég fór til að mynda til Suður-Afríku í safarí ekki alls fyrir löngu og það var sannkallaður toppur. Ég mæli með að allir skelli sér í svoleiðis, eitthvað aðeins annað en sólarlanda- eða verslunarferðir.“ Þá segist Gylfi njóta þess að renna fyrir lax. „Það er nokkuð nýtt. En ætli ég sé ekki í grunninn bara náttúruunnandi,“ segir hann og skellir upp úr.Gylfi segir bókina henta ungum fótboltaáhugamönnum vel, en hún er myndskreytt ríkulega ásamt QR kóðum, sem hann er sérlega stoltur af.Gylfi segir bókina mikið til fjalla um sögu hans, frá uppeldisfélögunum til atvinnumennskunnar, og allt sem því fylgir. Blaðamaður innir hann eftir hvort ekki sé himinn og haf milli þess að spila heima á Íslandi og hjá Swansea City í ensku úrvaldsdeildinni með sérstöku tilliti til fjölmiðlaágangs. „Við Alexandra finnum ekki mikið fyrir frægðinni. Það er aðallega bara ef einhver sendir okkur linka á eitthvert efni af netinu,“ segir Gylfi sem er í sambúð með Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. „Við pælum ekki mikið í þessu. Ég myndi segja að áreitið sé því hóflegt.“Gylfa virðist takast vel upp í flestu sem hann tekur fyrir hendur. Verður áhugavert að sjá hvort hann skjóti sér á metsölulista bókabúðanna líka.Gylfa er þegar farið að klæja í fingurna og segist gríðarspenntur fyrir áritun, sem fram fer 8. október í verslun 10/11 Ármúla. Hann slær þannig tvær flugur í einu höggi, þar sem hann verður staddur á landinu vegna leiks landsliðsins gegn Lettlandi þann 10.október. Gylfi útilokar þó ekki að hann slái tvær flugur í einu höggi þegar hann kemur til landsins vegna leiks landsliðsins gegn Lettlandi á Laugardalsvelli þann 10. október næstkomandi. Í framhaldinu spilar landsliðið sinn síðasta leik í undankeppni EM í Tyrklandi. Þá kemur í ljós hvort við Íslendingar höfnum í fyrsta eða öðru sæti riðilsins.
Tengdar fréttir Gylfi Þór: Gott að komast á blað og nú fara mörkin að koma Landsliðsmaðurinn skoraði sitt fyrsta mark fyrir Swansea á þessu tímabili gegn Southampton í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 29. september 2015 10:30 Gylfi og félagar úr leik í enska deildarbikarnum | Úrslit kvöldsins Ensku úrvalsdeildarliðin Manchester City, Stoke City og Aston Villa komust öll áfram í fjórðu umferð enska deildabikarsins í kvöld en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City eru úr leik. 22. september 2015 21:05 Gylfi Þór: Skrítið að spila undir stjórn mesta grínarans í liðinu Íslenski landsliðsmaðurinn hefur miklar mætur á Garry Monk, knattspyrnustjóra sínum hjá Swansea. 2. október 2015 09:30 Gylfi skoraði í tapleik Sjö leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag og ber þar hæst góður sigur Southampton gegn Swansea, 3-1. 26. september 2015 00:53 Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Gylfi Þór: Gott að komast á blað og nú fara mörkin að koma Landsliðsmaðurinn skoraði sitt fyrsta mark fyrir Swansea á þessu tímabili gegn Southampton í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 29. september 2015 10:30
Gylfi og félagar úr leik í enska deildarbikarnum | Úrslit kvöldsins Ensku úrvalsdeildarliðin Manchester City, Stoke City og Aston Villa komust öll áfram í fjórðu umferð enska deildabikarsins í kvöld en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City eru úr leik. 22. september 2015 21:05
Gylfi Þór: Skrítið að spila undir stjórn mesta grínarans í liðinu Íslenski landsliðsmaðurinn hefur miklar mætur á Garry Monk, knattspyrnustjóra sínum hjá Swansea. 2. október 2015 09:30
Gylfi skoraði í tapleik Sjö leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag og ber þar hæst góður sigur Southampton gegn Swansea, 3-1. 26. september 2015 00:53