Innlent

Fæðingarorlof styst hér á landi

Helga Arnardóttir. skrifar

Fæðingarorlof hér á landi er með því stysta í samanburði við önnur Norðurlönd. Þetta segir formaður ljósmæðrafélags Íslands, Guðlaug Einarsdóttir, sem telur hættulega þróun að stytta orlofið. Auk þess samræmist stytting þess engan veginn tilmælum heilbrigðisyfirvalda landsins um aðbúnað og brjóstagjöf ungbarna.

Nokkrar hugmyndir um breytingar á fæðingarorlofinu hafa komið fram undanfarna daga vegna niðurskurðar hjá félagsmálaráðuneytinu. Horfið hefur verið frá áformum um að skerða hámarksgreiðslur úr 350,000 í 300,000 og í staðinn verður fæðingarorlof stytt um mánuð. Þennan eina mánuð getur foreldri nýtt sér þegar barnið er tveggja eða þriggja ára.

Þetta yrði þá foreldraorlof sem þyrfti að taka í samráði við vinnuveitanda. Þessar hugmyndir eru þó enn í vinnslu og engin niðurstaða komin. Guðlaug Einarsdóttir formaður ljósmæðrafélagsins Íslands líst ekki vel á þessar tillögur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×