Tíunda þrenna LeBron James í vetur og hann nálgast Kobe á stigalistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 08:00 LeBron James hefur átt frábært tímabil með Los Angeles Lakers. Getty/Mike Stobe LeBron James passaði upp á það að Los Angeles Lakers færi burt með báða sigrana í heimsókn sinni til New York. Eftir að hafa unnið New York Knicks í gær þá fylgdi liðið því eftir með sigri á Brooklyn Nets í nótt. LeBron James var með þrennu í 128-113 sigri Los Angeles Lakers á Brooklyn Nets. James skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þetta var tíunda þrennan hans á tímabilinu. LBJ has the @Lakers up at the half on @NBAonTNT. 17 PTS | 6 REB | 7 AST | 3 3PM pic.twitter.com/qmcZOfo62a— NBA (@NBA) January 24, 2020 Lakers liðið skoraði alls nítján þriggja stiga körfur í leiknum sem er það mesta á tímabilinu. Tölfræðispekúlantar voru ekki aðeins með augu á þrennunni hjá LeBron James í nótt því hann nálgast nú óðum stigafjölda Kobe Bryant. Allt lítur nú út fyrir að James geti komist upp fyrir Kobe í næsta leik sem er í Philadelphia um helgina. Kobe er einmitt fæddur í Philadelphia. LeBron James er nú kominn með samtals 33.626 stig á NBA-ferlinum en Kobe Bryant endaði sinn feril með 33.643 stig. James vantar nú bara sautján stig til að komast upp í þriðja sæti listans á eftir þeim Kareem Abdul-Jabbar og Karl Malone. Anthony Davis var með 16 stig og 11 fráköst og Dwight Howard kom inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn í vetur og bætti við 14 stigum og 12 fráköstum. Kyrie Irving skoraði 20 stig í fimmta tapi Brooklyn Nets í röð en liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum. Luka Doncic skoraði 27 stig og bætti við 9 stoðsendingum og 6 fráköstum þegar Dallas Mavericks vann 133-125 útisigur á Portland Trail Blazers. Doncic skoraði tuttugu af stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Damian Lillard skoraði 47 stig fyrir Portland. Dame drops 47 PTS in encore to 61-PT performance! @Dame_Lillard joins Wilt Chamberlain, Kobe Bryant, James Harden, Michael Jordan, Elgin Baylor, Pete Maravich and Devin Booker as the only players to score 108+ points in back-to-back games. pic.twitter.com/oH9caNiuO6— NBA (@NBA) January 24, 2020 The @dallasmavs (22 3PM) and @trailblazers (21 3PM) tie the NBA-RECORD with 43 combined 3-pointers! pic.twitter.com/13tE3h8MRA— NBA (@NBA) January 24, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 125-133 Brooklyn Nets - Los Angeles Lakers 113-128 Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 112-124 the updated NBA standings through Thursday night's action. pic.twitter.com/9Q9SNOCV1F— NBA (@NBA) January 24, 2020 NBA Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
LeBron James passaði upp á það að Los Angeles Lakers færi burt með báða sigrana í heimsókn sinni til New York. Eftir að hafa unnið New York Knicks í gær þá fylgdi liðið því eftir með sigri á Brooklyn Nets í nótt. LeBron James var með þrennu í 128-113 sigri Los Angeles Lakers á Brooklyn Nets. James skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þetta var tíunda þrennan hans á tímabilinu. LBJ has the @Lakers up at the half on @NBAonTNT. 17 PTS | 6 REB | 7 AST | 3 3PM pic.twitter.com/qmcZOfo62a— NBA (@NBA) January 24, 2020 Lakers liðið skoraði alls nítján þriggja stiga körfur í leiknum sem er það mesta á tímabilinu. Tölfræðispekúlantar voru ekki aðeins með augu á þrennunni hjá LeBron James í nótt því hann nálgast nú óðum stigafjölda Kobe Bryant. Allt lítur nú út fyrir að James geti komist upp fyrir Kobe í næsta leik sem er í Philadelphia um helgina. Kobe er einmitt fæddur í Philadelphia. LeBron James er nú kominn með samtals 33.626 stig á NBA-ferlinum en Kobe Bryant endaði sinn feril með 33.643 stig. James vantar nú bara sautján stig til að komast upp í þriðja sæti listans á eftir þeim Kareem Abdul-Jabbar og Karl Malone. Anthony Davis var með 16 stig og 11 fráköst og Dwight Howard kom inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn í vetur og bætti við 14 stigum og 12 fráköstum. Kyrie Irving skoraði 20 stig í fimmta tapi Brooklyn Nets í röð en liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum. Luka Doncic skoraði 27 stig og bætti við 9 stoðsendingum og 6 fráköstum þegar Dallas Mavericks vann 133-125 útisigur á Portland Trail Blazers. Doncic skoraði tuttugu af stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Damian Lillard skoraði 47 stig fyrir Portland. Dame drops 47 PTS in encore to 61-PT performance! @Dame_Lillard joins Wilt Chamberlain, Kobe Bryant, James Harden, Michael Jordan, Elgin Baylor, Pete Maravich and Devin Booker as the only players to score 108+ points in back-to-back games. pic.twitter.com/oH9caNiuO6— NBA (@NBA) January 24, 2020 The @dallasmavs (22 3PM) and @trailblazers (21 3PM) tie the NBA-RECORD with 43 combined 3-pointers! pic.twitter.com/13tE3h8MRA— NBA (@NBA) January 24, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 125-133 Brooklyn Nets - Los Angeles Lakers 113-128 Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 112-124 the updated NBA standings through Thursday night's action. pic.twitter.com/9Q9SNOCV1F— NBA (@NBA) January 24, 2020
NBA Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira