Tíunda þrenna LeBron James í vetur og hann nálgast Kobe á stigalistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 08:00 LeBron James hefur átt frábært tímabil með Los Angeles Lakers. Getty/Mike Stobe LeBron James passaði upp á það að Los Angeles Lakers færi burt með báða sigrana í heimsókn sinni til New York. Eftir að hafa unnið New York Knicks í gær þá fylgdi liðið því eftir með sigri á Brooklyn Nets í nótt. LeBron James var með þrennu í 128-113 sigri Los Angeles Lakers á Brooklyn Nets. James skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þetta var tíunda þrennan hans á tímabilinu. LBJ has the @Lakers up at the half on @NBAonTNT. 17 PTS | 6 REB | 7 AST | 3 3PM pic.twitter.com/qmcZOfo62a— NBA (@NBA) January 24, 2020 Lakers liðið skoraði alls nítján þriggja stiga körfur í leiknum sem er það mesta á tímabilinu. Tölfræðispekúlantar voru ekki aðeins með augu á þrennunni hjá LeBron James í nótt því hann nálgast nú óðum stigafjölda Kobe Bryant. Allt lítur nú út fyrir að James geti komist upp fyrir Kobe í næsta leik sem er í Philadelphia um helgina. Kobe er einmitt fæddur í Philadelphia. LeBron James er nú kominn með samtals 33.626 stig á NBA-ferlinum en Kobe Bryant endaði sinn feril með 33.643 stig. James vantar nú bara sautján stig til að komast upp í þriðja sæti listans á eftir þeim Kareem Abdul-Jabbar og Karl Malone. Anthony Davis var með 16 stig og 11 fráköst og Dwight Howard kom inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn í vetur og bætti við 14 stigum og 12 fráköstum. Kyrie Irving skoraði 20 stig í fimmta tapi Brooklyn Nets í röð en liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum. Luka Doncic skoraði 27 stig og bætti við 9 stoðsendingum og 6 fráköstum þegar Dallas Mavericks vann 133-125 útisigur á Portland Trail Blazers. Doncic skoraði tuttugu af stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Damian Lillard skoraði 47 stig fyrir Portland. Dame drops 47 PTS in encore to 61-PT performance! @Dame_Lillard joins Wilt Chamberlain, Kobe Bryant, James Harden, Michael Jordan, Elgin Baylor, Pete Maravich and Devin Booker as the only players to score 108+ points in back-to-back games. pic.twitter.com/oH9caNiuO6— NBA (@NBA) January 24, 2020 The @dallasmavs (22 3PM) and @trailblazers (21 3PM) tie the NBA-RECORD with 43 combined 3-pointers! pic.twitter.com/13tE3h8MRA— NBA (@NBA) January 24, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 125-133 Brooklyn Nets - Los Angeles Lakers 113-128 Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 112-124 the updated NBA standings through Thursday night's action. pic.twitter.com/9Q9SNOCV1F— NBA (@NBA) January 24, 2020 NBA Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
LeBron James passaði upp á það að Los Angeles Lakers færi burt með báða sigrana í heimsókn sinni til New York. Eftir að hafa unnið New York Knicks í gær þá fylgdi liðið því eftir með sigri á Brooklyn Nets í nótt. LeBron James var með þrennu í 128-113 sigri Los Angeles Lakers á Brooklyn Nets. James skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þetta var tíunda þrennan hans á tímabilinu. LBJ has the @Lakers up at the half on @NBAonTNT. 17 PTS | 6 REB | 7 AST | 3 3PM pic.twitter.com/qmcZOfo62a— NBA (@NBA) January 24, 2020 Lakers liðið skoraði alls nítján þriggja stiga körfur í leiknum sem er það mesta á tímabilinu. Tölfræðispekúlantar voru ekki aðeins með augu á þrennunni hjá LeBron James í nótt því hann nálgast nú óðum stigafjölda Kobe Bryant. Allt lítur nú út fyrir að James geti komist upp fyrir Kobe í næsta leik sem er í Philadelphia um helgina. Kobe er einmitt fæddur í Philadelphia. LeBron James er nú kominn með samtals 33.626 stig á NBA-ferlinum en Kobe Bryant endaði sinn feril með 33.643 stig. James vantar nú bara sautján stig til að komast upp í þriðja sæti listans á eftir þeim Kareem Abdul-Jabbar og Karl Malone. Anthony Davis var með 16 stig og 11 fráköst og Dwight Howard kom inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn í vetur og bætti við 14 stigum og 12 fráköstum. Kyrie Irving skoraði 20 stig í fimmta tapi Brooklyn Nets í röð en liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum. Luka Doncic skoraði 27 stig og bætti við 9 stoðsendingum og 6 fráköstum þegar Dallas Mavericks vann 133-125 útisigur á Portland Trail Blazers. Doncic skoraði tuttugu af stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Damian Lillard skoraði 47 stig fyrir Portland. Dame drops 47 PTS in encore to 61-PT performance! @Dame_Lillard joins Wilt Chamberlain, Kobe Bryant, James Harden, Michael Jordan, Elgin Baylor, Pete Maravich and Devin Booker as the only players to score 108+ points in back-to-back games. pic.twitter.com/oH9caNiuO6— NBA (@NBA) January 24, 2020 The @dallasmavs (22 3PM) and @trailblazers (21 3PM) tie the NBA-RECORD with 43 combined 3-pointers! pic.twitter.com/13tE3h8MRA— NBA (@NBA) January 24, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 125-133 Brooklyn Nets - Los Angeles Lakers 113-128 Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 112-124 the updated NBA standings through Thursday night's action. pic.twitter.com/9Q9SNOCV1F— NBA (@NBA) January 24, 2020
NBA Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira