Körfubolti

Á undan Shaq var íslenski Shaq

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pétur Karl Guðmundsson sem leikmaður Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni vorið 1986. Hann skoraði 10 stig á aðeins 17 mínútum í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni NBA.
Pétur Karl Guðmundsson sem leikmaður Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni vorið 1986. Hann skoraði 10 stig á aðeins 17 mínútum í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni NBA. Skjámynd/Twitter

Eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni spilaði með „Showtime“ liði Los Angeles Lakers og í nú sögulegu númeri. Það var talað um feril Péturs Karls Guðmundssonar á Twitter um helgina.

Shaquille O'Neal er enn af bestu miðherjum NBA-sögunnar og hann átti sín bestu ár sem leikmaður Los Angeles Lakers. Shaquille O'Neal spilaði í treyju 34 hjá Los Angeles Lakers á árunum 1996 til 2004 og varð þrisvar sinnum NBA-meistari með liðinu (2000, 2001 og 2002).

Shaquille O'Neal var nánast óstöðvandi á sínum bestu árum með Lakers en á átta tímabilum með félaginu þá var hann með 27,0 stig og 11,8 fráköst að meðaltali í 509 deildarleikjum og 27,7 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í 122 leikjum í úrslitakeppninni.

Leigh Ellis, einn af fjórmenningunum í NBA-þættinum The Starters rifjaði það upp á Twitter-síðu sínni að á undan Shaq hafið komið hinn íslenski Shaq.

Pétur Karl Guðmundsson spilaði nefnilega í treyju númer 34 þegar hann var leikmaður Los Angeles Lakers á árunum 1986 til 1987.

Pétur kom fyrst sinn sem varamaður Kareem Abdul-Jabbar og skrifaði síðan undir tveggja ára samning um sumarið 1986. Honum var síðan skipt til San Antonio Spurs fyrir Mychal Thompson, föður Klay, 13. febrúar 1987.

Pétur var með 7,3 stig og 4,8 fráköst að meðaltali í átta deildarleikjum með Lakers og í úrslitakeppninni var hann með 3,5 stig og 2,2 fráköst í tólf leikjum. Pétur átti sinn besta leik með Lakers á móti Dallas þegar hann skoraði 15 stig og tók 6 fráköst en hann var einnig með 14 stig og 9 fráköst í fyrsta leiknum á móti San Antonio Spurs.

Lakers treyja Shaquille O'Neal fór upp í rjáfur í Staples Center í Los Angeles 2. apríl 2013 og því mun enginn annar spila í henni framvegis.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×