Fær greiddar bætur 26. júní 2007 01:45 Breskir og bandarískir fjölmiðlar eru fullir af sönnum og lognum fréttum af söngkonunni. Sátt hefur náðst í máli sem Victoria Beckham höfðaði gegn slúðurblaðinu Star. Kryddpían fær greiddar bætur og birt verður afsökunarbeiðni. Málið snýst um frétt sem Star Magazine birti um vandamál við gerð raunveruleikaþáttar um flutning Beckham-hjónanna til Bandaríkjanna. Haft var eftir heimildarmanni að þátturinn væri fíaskó enda væri Victoria bæði köld og sjálfumglöð. „Hún gengur um og sýnir öllum lítilsvirðingu. Heldur að hún sé voðalega stórt nafn en síðan veit hvorki kóngur né prestur hver hún er," hafði Star eftir heimildarmanni sínum. Lögfræðingur Victoriu , Gerrard Tyrell, sýndi fram á það fyrir dómstólum í London að fréttin væri bæði röng og meiðandi fyrir frú Beckham. Þættirnir hefðu ekki verið farnir í framleiðslu þegar fréttin var skrifuð og því hefðu þessir hlutir aldrei getað átt sér stað. „Hún er algjörlega röng og kemur sér illa fyrir Victoriu," sagði Tyrell við réttarhöldin og bætti því við að blaðið hefði aldrei haft samband við Victoriu við gerð fréttarinnar. Útgefendur blaðsins viðurkenndu mistök sín og lofuðu að birta formlega afsökun vegna fréttarinnar auk þess sem þeir greiða Victoriu skaðabætur. Victoria komst þó á forsíður blaðanna þrátt fyrir þennan úrskurð því breska blaðið The Sun hélt því fram að söngkonan myndi koma fram á leikjum LA Galaxy, liðsins sem David Beckham spilar með, sem klappstýra. Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Sátt hefur náðst í máli sem Victoria Beckham höfðaði gegn slúðurblaðinu Star. Kryddpían fær greiddar bætur og birt verður afsökunarbeiðni. Málið snýst um frétt sem Star Magazine birti um vandamál við gerð raunveruleikaþáttar um flutning Beckham-hjónanna til Bandaríkjanna. Haft var eftir heimildarmanni að þátturinn væri fíaskó enda væri Victoria bæði köld og sjálfumglöð. „Hún gengur um og sýnir öllum lítilsvirðingu. Heldur að hún sé voðalega stórt nafn en síðan veit hvorki kóngur né prestur hver hún er," hafði Star eftir heimildarmanni sínum. Lögfræðingur Victoriu , Gerrard Tyrell, sýndi fram á það fyrir dómstólum í London að fréttin væri bæði röng og meiðandi fyrir frú Beckham. Þættirnir hefðu ekki verið farnir í framleiðslu þegar fréttin var skrifuð og því hefðu þessir hlutir aldrei getað átt sér stað. „Hún er algjörlega röng og kemur sér illa fyrir Victoriu," sagði Tyrell við réttarhöldin og bætti því við að blaðið hefði aldrei haft samband við Victoriu við gerð fréttarinnar. Útgefendur blaðsins viðurkenndu mistök sín og lofuðu að birta formlega afsökun vegna fréttarinnar auk þess sem þeir greiða Victoriu skaðabætur. Victoria komst þó á forsíður blaðanna þrátt fyrir þennan úrskurð því breska blaðið The Sun hélt því fram að söngkonan myndi koma fram á leikjum LA Galaxy, liðsins sem David Beckham spilar með, sem klappstýra.
Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira