Innlent

Nico Rosberg keyrir Williams-bílinn í dag

Tuttugu manna teymi vann að því hörðum höndum að setja saman Williams formúlubíl í vetrargarðinum í Smáralindinni í gær. Þýski formúluökumaðurinn Nico Rosberg hyggst svo keyra bílinn síðdegis í dag fyrir gesti og gangandi.



Formúluökumaðurinn Nico Rosberg er annar tveggja ökumanna Williamsliðsins og kom til landsins í gærkvöld. Baugur er einn af styrktaraðilum liðsins og stendur fyrir komu kappans. Formúlubíllinn kom hins vegar gær og hefur 20 manna teymi unnið að því að setja bílinn saman.



Richard Standford teymisstjóri Williamsliðsins segir bílinn fara yfir þrjú hundruð kílómetra á klukkustund og hann nái þeim hraða á 12 sekúndum.



Bíllinn kostar um 350 milljónir íslenskra króna. Um átta tonn af fylgihlutum og öðrum búnaði komu með bílnum.

Bensíngjöfin og bremsur eru staðsett fyrir aftan stýrið og er bílnum alfarið stjórnað þaðan. Í dag ætlar Nico Rosberg að keyra bílinn á bílaplaninu við Smáralind klukkan hálf fimm síðdegis og aftur klukkan sex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×