Telur að um tímamótasamning sé að ræða BBI skrifar 16. október 2012 15:56 Huang Nubo. Mynd/Getty Drögin að samningunum við Huang Nubo sem liggja fyrir eru að mörgu leyti tímamótasamningar að mati Bergs Elíasar Ágústssonar, bæjarstjóra í Norðurþingi. Þar skuldbindur kínverski auðmaðurinn sig með afdráttarlausum hætti til að hlúa að náttúrunni og byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu, sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar að sögn bæjarstjórans. Í samningsdrögunum segir orðrétt: „Zhongkun [fyrirtæki Nubo] hyggst markaðssetja svæðið sem áfangastað erlendra ferðamanna með áherslu útivist, náttúruskoðun, ráðstefnur og menningu. Zhongkun mun stuðla að viðhaldi lífríkis, frekari uppgræðslu lands með það að markmiði að styðja við og efla náttúrulega þróun lífríkis þess." Bergur telur þessi samningsákvæði til mikillar fyrirmyndar, enda teljast náttúruvernd og ferðamennska til jákvæðra fyrirbæra hér á landi. Hann sér ekki að Nubo vilji eða geti farið fram hjá þessum samningsákvæðum. „Hér er aðili sem er tilbúinn til að leggja ýmislegt á sig til að styðja við og efla náttúrulega þróun lífríkis. Það væru ansi mörg ferðaþjónustufyrirtæki sem gætu tekið sér þetta til fyrirmyndar," segir hann. Samningsdrögin eru ekki fullbúin, en þau eru langt komin. Auk þess bíða þau umsagnar sérstakrar ráðherranefndar sem var skipuð til að fara yfir samningana. Bergur veit reyndar ekki nákvæmlega hvaða stjórnsýslulegu stöðu sú nefnd hefur en vill þó gera þetta í samstöðu við nefndina. „Við viljum gera þetta í takt við stjórnvöld," segir Bergur. Hann vonast til að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum.Erlend frétt uppspuni Í erlendum fjölmiðlum birtist frétt í dag þar sem fullyrt er að Nubo hafi þegar náð samkomulagi við íslensku ríkisstjórnina um 99 ára leigusamning um jörðina Grímsstaði á fjöllum. Leiguverðið er sagt sex milljónir dollara og fullyrt að fulltrúar ríkisstjórnarinnar séu á leiðinni til Beijing í þessum mánuði til að skrifa undir samningana. Bergur Elías segir að þessi fréttaflutningur sé ekki sannleikanum samkvæmur. Í fyrsta lagi sé Nubo ekki beinlínis í samningaviðræðum við ríkisstjórnina. Í öðru lagi sé 99 ára leiga ekki í spilunum. Þá liggi endanlegir samningar ekki fyrir og engir fulltrúar ríkisstjórnarinnar séu á leið út til að skrifa undir. Í fréttinni er einnig fullyrt að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi hvatt Nubo til að fjárfesta á Íslandi. Hvort það er sannleikanum samkvæmt skal ósagt látið. Tengdar fréttir Undanþágur inni í myndinni fyrir Nubo Í drögum að samningi sveitarfélaga á Norðurlandi við fyrirtæki Huang Nubo kemur fram að hægt er að veita ýmsar undanþágur til nýtingar auðlinda. Fréttastofa hefur þessi óbirtu drög undir höndum. 9. október 2012 18:53 Samningsdrög vegna Grímsstaða komin í hendur ótengdra aðila Drögum að samningi við Huang Nubo vegna Grímsstaða á Fjöllum var lekið til ótengdra aðila. Talsmaður Nubo segir þennan trúnaðarbrest alvarlegt mál. 8. október 2012 19:33 Nubo vill borga 5 milljónir dala Fyrirtæki Huang Nubo greiðir fimm milljónir bandaríkjadala, eða um 615 milljónir króna á núvirði, fyrir sextíu ára leigu á Grímsstöðum á Fjöllum, samkvæmt samningsdrögum. Þetta er þremur milljónum dollara minna en upphaflega var áætlað. 10. október 2012 20:12 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Drögin að samningunum við Huang Nubo sem liggja fyrir eru að mörgu leyti tímamótasamningar að mati Bergs Elíasar Ágústssonar, bæjarstjóra í Norðurþingi. Þar skuldbindur kínverski auðmaðurinn sig með afdráttarlausum hætti til að hlúa að náttúrunni og byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu, sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar að sögn bæjarstjórans. Í samningsdrögunum segir orðrétt: „Zhongkun [fyrirtæki Nubo] hyggst markaðssetja svæðið sem áfangastað erlendra ferðamanna með áherslu útivist, náttúruskoðun, ráðstefnur og menningu. Zhongkun mun stuðla að viðhaldi lífríkis, frekari uppgræðslu lands með það að markmiði að styðja við og efla náttúrulega þróun lífríkis þess." Bergur telur þessi samningsákvæði til mikillar fyrirmyndar, enda teljast náttúruvernd og ferðamennska til jákvæðra fyrirbæra hér á landi. Hann sér ekki að Nubo vilji eða geti farið fram hjá þessum samningsákvæðum. „Hér er aðili sem er tilbúinn til að leggja ýmislegt á sig til að styðja við og efla náttúrulega þróun lífríkis. Það væru ansi mörg ferðaþjónustufyrirtæki sem gætu tekið sér þetta til fyrirmyndar," segir hann. Samningsdrögin eru ekki fullbúin, en þau eru langt komin. Auk þess bíða þau umsagnar sérstakrar ráðherranefndar sem var skipuð til að fara yfir samningana. Bergur veit reyndar ekki nákvæmlega hvaða stjórnsýslulegu stöðu sú nefnd hefur en vill þó gera þetta í samstöðu við nefndina. „Við viljum gera þetta í takt við stjórnvöld," segir Bergur. Hann vonast til að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum.Erlend frétt uppspuni Í erlendum fjölmiðlum birtist frétt í dag þar sem fullyrt er að Nubo hafi þegar náð samkomulagi við íslensku ríkisstjórnina um 99 ára leigusamning um jörðina Grímsstaði á fjöllum. Leiguverðið er sagt sex milljónir dollara og fullyrt að fulltrúar ríkisstjórnarinnar séu á leiðinni til Beijing í þessum mánuði til að skrifa undir samningana. Bergur Elías segir að þessi fréttaflutningur sé ekki sannleikanum samkvæmur. Í fyrsta lagi sé Nubo ekki beinlínis í samningaviðræðum við ríkisstjórnina. Í öðru lagi sé 99 ára leiga ekki í spilunum. Þá liggi endanlegir samningar ekki fyrir og engir fulltrúar ríkisstjórnarinnar séu á leið út til að skrifa undir. Í fréttinni er einnig fullyrt að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi hvatt Nubo til að fjárfesta á Íslandi. Hvort það er sannleikanum samkvæmt skal ósagt látið.
Tengdar fréttir Undanþágur inni í myndinni fyrir Nubo Í drögum að samningi sveitarfélaga á Norðurlandi við fyrirtæki Huang Nubo kemur fram að hægt er að veita ýmsar undanþágur til nýtingar auðlinda. Fréttastofa hefur þessi óbirtu drög undir höndum. 9. október 2012 18:53 Samningsdrög vegna Grímsstaða komin í hendur ótengdra aðila Drögum að samningi við Huang Nubo vegna Grímsstaða á Fjöllum var lekið til ótengdra aðila. Talsmaður Nubo segir þennan trúnaðarbrest alvarlegt mál. 8. október 2012 19:33 Nubo vill borga 5 milljónir dala Fyrirtæki Huang Nubo greiðir fimm milljónir bandaríkjadala, eða um 615 milljónir króna á núvirði, fyrir sextíu ára leigu á Grímsstöðum á Fjöllum, samkvæmt samningsdrögum. Þetta er þremur milljónum dollara minna en upphaflega var áætlað. 10. október 2012 20:12 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Undanþágur inni í myndinni fyrir Nubo Í drögum að samningi sveitarfélaga á Norðurlandi við fyrirtæki Huang Nubo kemur fram að hægt er að veita ýmsar undanþágur til nýtingar auðlinda. Fréttastofa hefur þessi óbirtu drög undir höndum. 9. október 2012 18:53
Samningsdrög vegna Grímsstaða komin í hendur ótengdra aðila Drögum að samningi við Huang Nubo vegna Grímsstaða á Fjöllum var lekið til ótengdra aðila. Talsmaður Nubo segir þennan trúnaðarbrest alvarlegt mál. 8. október 2012 19:33
Nubo vill borga 5 milljónir dala Fyrirtæki Huang Nubo greiðir fimm milljónir bandaríkjadala, eða um 615 milljónir króna á núvirði, fyrir sextíu ára leigu á Grímsstöðum á Fjöllum, samkvæmt samningsdrögum. Þetta er þremur milljónum dollara minna en upphaflega var áætlað. 10. október 2012 20:12