Innlent

Ekki gert ráð fyrir frestun sameiningu í fjárlögum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/Valgarður Gíslason
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra lýsti því yfir á þingi nýverið að sameiningu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni yrði frestað. Þrátt fyrir það hefur ekki verið gert ráð fyrir þeim breytinum í fjárlögum. Þetta kemur fram á vefsíðu Bæjarins besta á Ísafirði.

Þar segir að fjárveiting til stofnana sem til stóð að leggja saman við aðrar hafi verið felld niður við vinnslu fjárlaga, í samræmi við þá fyrirætlun að sameining stofnana tæki gildi í upphafi næsta árs.

Engin breyting hafi verið gerð á því fyrirkomulagi við þriðju umræðu fjárlaga. Þannig megi segja að stofnanirnar verði vissulega sameinaðar í ákveðnum skilningi um áramót, þrátt fyrir að reglugerð þess efnis hafi ekki verið gefin út.

Óvíst er með hvaða hætti rekstur þeirra stofnana sem leggja átti niður verður fjármagnaður þar til reglugerð um sameiningu stofnananna verður gefin út, en til stendur að það verði gert í haust eftir því sem fram kom í máli ráðherra um daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×