Innlent

Kennarar ekki að endurflytja sama efnið

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Mynd úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Mynd úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Umfjöllunin um kennslustundir framhaldsskólakennara er villandi og Ársæll Guðmundsson, skólameistari, kannast ekki við þær. Hann kom í viðtal hjá Sigurjóni M. Egilssyni í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni.

Sigurjón hafði eins og fram hefur komið á Vísi skoðað stundatöflur nokkurra framhaldsskólakennara og komist að því að þeir kenndu frá átta til 22 stundir á viku.

Ársæll segist ekki kannast við þessar tölur. Kennarar í 100 prósent starfi eiga að kenna í 24 kennslustundir á viku. Eftir 55 ára fara stundirnar niður í 23 tíma á viku og niður í 19 eftir að kennarinn verður sextugur.

Þessu breyti enginn, það geti verið um það að ræða að kennari sinni öðrum störfum sé til dæmis áfangastjóri og þá fækki beinum kennslustundum.

Hann segir að hjá kennara í fullu starfi fari um 30 prósent tíma hans í beina kennslu en mikill tími fari í undirbúning og úrvinnslu eftir kennslu.

Sigurjón spurði Ársæl hvort það væri ekki of mikill tími sem færi í undirbúning.

Ársæll tók dæmi um þátt Sigurjóns og sagði að þrátt fyrir að þátturinn væri aðeins tvær klukkustundir á viku dytti engum í hug að það færu aðeins tveir tímar hjá Sigurjóni í þáttinn.

Sigurjón benti þá á að kennarar væri að kenna sama efni og hvort að það skipti ekki máli.

Þá svaraði Ársæll að það væri ekki svo einfalt. Kennarar eru með 20 til 25 nemendur í hverjum tíma. Oft væri um að ræða ósjálfráða börn og þá þyrftu kennarar að vera í samskiptum við heimili barnanna og foreldra.

Eina önnina gæti kennari verið með mjög erfiða einstaklinga í bekk hjá sér og næstu önn væri hópurinn allt annar. Það að kenna væri ekki bara að ýt á „play“ og endurflytja sama efnið, kennsla væri flóknari en svo.

Viðtalið við Ársæl er í heild sinni með fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×