Nýting náttúruauðlinda Íslands Árni Þormóðsson skrifar 26. júlí 2012 06:00 Eignarrétturinn er mikilvægur. Undir þessari yfirskrift er leiðari Fréttablaðsins 2. sept. 2006, sem skrifaður er til stuðnings tryggum eignarrétti útgerðarinnar á aflaheimildum. Vísað var til þess að Ragnar Árnason prófessor áætlaði þá að ríkið sparaði sér um þrjá milljarða fengi sjávarútvegurinn að ráða sér sjálfur án afskipta hins opinbera. Það álit prófessorsins átti að vega þungt í þeirri röksemdafærslu að útgerðin ætti að fá sjávarauðlindina til fullrar eignar og umráða. Útgerðin hefur lengi rekið öflugan áróður gegn því að þjóðin hefði öll umráð yfir mestu auðlind sinni, nýtingu fiskimiðanna umhverfis landið. Ráðstefna var haldin árið 2006 í Reykjavík sem fjallaði um eignarrétt á náttúruauðlindum Íslands, sérstaklega sjávarauðlindinni. Verkefni ráðstefnunnar var einkum að sýna fram á, með „fræðilegri“ umræðu, þjóðfélagslega hagkvæmni þess að útgerðin ætti fiskimiðin eins og hverja aðra fasteign og stjórnaði sjálf allri nýtingu þeirra og eftirliti. Niðurstaða ráðstefnunnar var einmitt sú. Enda var ráðstefnan, sem haldin var á vegum Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE), stofnun sem virðist vera stýrt af forstjórum stórfyrirtækja, fjármálafyrirtækja og þekktum frjálshyggjumönnum, miðað við skipan stjórnar samtakanna, eingöngu haldin í áróðursskyni. Lítið hefur farið fyrir þeirri stofnun síðan og líklega er hún flestum gleymd. Hafin var mikil áróðursherferð í fjölmiðlum, sem ætlað var að sýna fram á að veiðiheimildir útgerðarinnar væru betur komnar sem formleg eign hennar en ekki sameign þjóðarinnar eins og lög mæla fyrir um. Og undanfarið hefur dunið á þjóðinni áróður, ósannur hræðsluáróður í þvílíku magni að engin dæmi eru um slíkt á Íslandi. Haldið var fram að fjöldagjaldþrot útgerðarfyrirtækja blasti við ef breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem fyrirhugaðar voru til að hefta braskið með veiðiheimildir, yrðu gerðar. Hóflegt gjald af veiðiheimildum til ríkisins – þjóðarinnar mundi ríða sjávarútveginum á slig. Gjald sem er aðeins hluti þess gjalds sem útgerðarmenn krefjast af öðrum þegar þeir leigja frá sér veiðiheimildir. Og hræðsluáróðurinn heldur áfram eftir að Alþingi samþykkti veiðileyfagjald sem var mun lægra en lagt var upp með í upphafi. Hamrað er á því að drápsklyfjar hafi verið lagðar á útgerðina. Fáir muni standast gjaldtökuna. Hvernig stenst það þegar algengasta leiguverð sem veiðirétthafar taka af öðrum fyrir veiðiréttinn er um 300 krónur á kíló en gjaldið sem samþykkt var er um 37 krónur á kíló? Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur lýst því yfir að komist flokkur hans til valda verði veiðileyfagjaldið lækkað verulega. Það er líklega einsdæmi að stjórnmálamaður lýsi því yfir með jafn afgerandi hætti og hann gerir að flokkur hans verji sérhagsmuni fárra gegn hagsmunum almennings. Frjálshyggjumönnum, sem einkum skipa sér í Sjálfstæðisflokkinn, hefur löngum sviðið í augum að ríkið – þjóðfélagið – eigi einhver verðmæti sem samfélagið getur haft tekjur af. Þannig er með nytjastofnana á Íslandsmiðum. Þeirra skoðun er að aflaheimildir eigi að vera að fullu í eign og umráðum útgerðarinnar, án gjaldtöku ríkisins. Gróðinn skal renna óskiptur til einstaklinganna sem eiga útgerðarfyrirtækin. Þessi skoðun virðist vera ráðandi í þingliði Sjálfstæðisflokksins þannig að hlutverk þess liðs er að vera varnarlið einkagróðans á kostnað almennings. Eignarrétturinn yfir náttúruauðlindum landsins er þjóðinni mjög mikilvægur þannig að einstökum útgerðarfyrirtækjum sem eiga búnað til fiskveiða eða þeim sem nýta með einhverjum hætti náttúruauðlindir Íslands sé gert að greiða sanngjarnt gjald til ríkisins fyrir afnotin. Þannig er eignarréttur þjóðarinnar á öllum auðlindum landsins mjög mikilvægur. Sérstaklega eignarrétturinn á öllum nytjastofnum á Íslandsmiðum. Nytjastofnum sem Íslendingar börðust um aldir við útlendinga um yfirráð yfir og háðu tíu „þorskastríð” til að halda lífsbjörginni í eigu landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Eignarrétturinn er mikilvægur. Undir þessari yfirskrift er leiðari Fréttablaðsins 2. sept. 2006, sem skrifaður er til stuðnings tryggum eignarrétti útgerðarinnar á aflaheimildum. Vísað var til þess að Ragnar Árnason prófessor áætlaði þá að ríkið sparaði sér um þrjá milljarða fengi sjávarútvegurinn að ráða sér sjálfur án afskipta hins opinbera. Það álit prófessorsins átti að vega þungt í þeirri röksemdafærslu að útgerðin ætti að fá sjávarauðlindina til fullrar eignar og umráða. Útgerðin hefur lengi rekið öflugan áróður gegn því að þjóðin hefði öll umráð yfir mestu auðlind sinni, nýtingu fiskimiðanna umhverfis landið. Ráðstefna var haldin árið 2006 í Reykjavík sem fjallaði um eignarrétt á náttúruauðlindum Íslands, sérstaklega sjávarauðlindinni. Verkefni ráðstefnunnar var einkum að sýna fram á, með „fræðilegri“ umræðu, þjóðfélagslega hagkvæmni þess að útgerðin ætti fiskimiðin eins og hverja aðra fasteign og stjórnaði sjálf allri nýtingu þeirra og eftirliti. Niðurstaða ráðstefnunnar var einmitt sú. Enda var ráðstefnan, sem haldin var á vegum Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE), stofnun sem virðist vera stýrt af forstjórum stórfyrirtækja, fjármálafyrirtækja og þekktum frjálshyggjumönnum, miðað við skipan stjórnar samtakanna, eingöngu haldin í áróðursskyni. Lítið hefur farið fyrir þeirri stofnun síðan og líklega er hún flestum gleymd. Hafin var mikil áróðursherferð í fjölmiðlum, sem ætlað var að sýna fram á að veiðiheimildir útgerðarinnar væru betur komnar sem formleg eign hennar en ekki sameign þjóðarinnar eins og lög mæla fyrir um. Og undanfarið hefur dunið á þjóðinni áróður, ósannur hræðsluáróður í þvílíku magni að engin dæmi eru um slíkt á Íslandi. Haldið var fram að fjöldagjaldþrot útgerðarfyrirtækja blasti við ef breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem fyrirhugaðar voru til að hefta braskið með veiðiheimildir, yrðu gerðar. Hóflegt gjald af veiðiheimildum til ríkisins – þjóðarinnar mundi ríða sjávarútveginum á slig. Gjald sem er aðeins hluti þess gjalds sem útgerðarmenn krefjast af öðrum þegar þeir leigja frá sér veiðiheimildir. Og hræðsluáróðurinn heldur áfram eftir að Alþingi samþykkti veiðileyfagjald sem var mun lægra en lagt var upp með í upphafi. Hamrað er á því að drápsklyfjar hafi verið lagðar á útgerðina. Fáir muni standast gjaldtökuna. Hvernig stenst það þegar algengasta leiguverð sem veiðirétthafar taka af öðrum fyrir veiðiréttinn er um 300 krónur á kíló en gjaldið sem samþykkt var er um 37 krónur á kíló? Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur lýst því yfir að komist flokkur hans til valda verði veiðileyfagjaldið lækkað verulega. Það er líklega einsdæmi að stjórnmálamaður lýsi því yfir með jafn afgerandi hætti og hann gerir að flokkur hans verji sérhagsmuni fárra gegn hagsmunum almennings. Frjálshyggjumönnum, sem einkum skipa sér í Sjálfstæðisflokkinn, hefur löngum sviðið í augum að ríkið – þjóðfélagið – eigi einhver verðmæti sem samfélagið getur haft tekjur af. Þannig er með nytjastofnana á Íslandsmiðum. Þeirra skoðun er að aflaheimildir eigi að vera að fullu í eign og umráðum útgerðarinnar, án gjaldtöku ríkisins. Gróðinn skal renna óskiptur til einstaklinganna sem eiga útgerðarfyrirtækin. Þessi skoðun virðist vera ráðandi í þingliði Sjálfstæðisflokksins þannig að hlutverk þess liðs er að vera varnarlið einkagróðans á kostnað almennings. Eignarrétturinn yfir náttúruauðlindum landsins er þjóðinni mjög mikilvægur þannig að einstökum útgerðarfyrirtækjum sem eiga búnað til fiskveiða eða þeim sem nýta með einhverjum hætti náttúruauðlindir Íslands sé gert að greiða sanngjarnt gjald til ríkisins fyrir afnotin. Þannig er eignarréttur þjóðarinnar á öllum auðlindum landsins mjög mikilvægur. Sérstaklega eignarrétturinn á öllum nytjastofnum á Íslandsmiðum. Nytjastofnum sem Íslendingar börðust um aldir við útlendinga um yfirráð yfir og háðu tíu „þorskastríð” til að halda lífsbjörginni í eigu landsins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar