Erlent

Ki-moon heimsækir Srebrenica

Frá Srebrenica í dag.
Frá Srebrenica í dag. mynd/AP
Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, lagði í dag blómsveig að minnisvarða þeirra sem létust í fjöldamorðunum í Srebrenica. Að minnsta kosti 8 þúsund Bosníu-múslimar létust í voðaverkum Serba árið 1995.

Srebrenica var þá friðlýst svæði og voru friðargæsluliðar Sameinuðu Þjóðanna sendir á svæðið til að vernda íbúa, þeir gátu þó ekki uppfyllt það loforð. Ki-moon sagði í dag að samtökin hefðu ekki staðið við skuldbindingar sínar og baðst hann afsökunar á því.

Hann er fyrsti aðalritari Sameinuðu Þjóðanna til að heimsækja Srebrenica.

Stríðsglæpadómstóllinn í Haag sér nú um mál þeirra sem grunaðir eru um að hafa skipulagt fjöldamorðin: fyrrum leiðtogi Bosníu-serba, Radocan Karadzic, og hershöfðinginn Rakto Mladic — oft kallaður slátrarinn frá Bosníu. Þeir eru báðir sakaðir um glæpi gegn mannkyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×