Erlent

Fyrsta konan í geimnum var samkynhneigð

Hin dáða Sally Ride, sem var fyrsta bandaríska konan til að fara út í geim, lést fyrr í vikunni eftir erfiða baráttu við krabbamein í brisi, 61 ára að aldri.

Ride var eðlisfræðingur að mennt og var áhrifamikill álitsgjafi og rannsakandi hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA.

Hún var mikil fyrirmynd stúlkna í Bandaríkjunum og víðar en það sem margir vissu ekki var að Ride var samkynhneigð. Í raun vissu fáir af sambandi hennar og Tam O'Shaughnessy.

Í dánargrein sem þær skrifuðu saman var sambandið opinberað - þær höfðu átt í ástarsambandi síðustu 27 ár.

Það er AP fréttastofan sem greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×