Innlent

Eldur slökktur í uppþvottavél

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi við Vesturgötu 73 í Reykjavík um ellefuleytið í morgun vegna elds í uppþvottavél í íbúð þar.

Að sögn slökkviliðs gekk vel að slökkva eldinn og var uppþvottavél flutt út úr húsinu að því loknu. Fjölskylda var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp en engan sakaði. Hins vegar urðu miklar skemmdir í íbúðinni, bæði af völdum reyks og elds. Íbúar í öðrum íbúðum fjölbýlishússins voru beðnir um halda sig innan dyra á meðan slökkt var í uppþvottavélinni.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×