Innlent

Læknavakt á Suðurnesjum lokað vegna fjárskorts

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Sigríður Snæbjörnsdóttir.
Sigríður Snæbjörnsdóttir.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur vegna fjárskorts ákveðið að frá með 16. júlí næst komandi verði læknar ekki á vakt eftir hefðbundinn opnunartíma stofnunarinnar.

,,Þetta þýðir að við verðum því miður að biðja sjúklinga sem koma eftir klukkan fjögur á daginn að fara til Reykjavíkur," segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Sigríður segir fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja ekki vera í samræmi við fjárveitingar til annarra heilbrigðisstofnana.

,,Þetta eru fyrstu skrefin sem við neyðumst til að taka og við erum með fleiri hugmyndir sem við munum grípa til fáist fjárveitingar til stofnunnarinnar ekki leiðréttar á næstunni," segir Sigríður.
























Fleiri fréttir

Sjá meira


×