Innlent

Tekinn með hass við komuna til Eyja

MYND/GVA

Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á um 80 grömm af hassi sem fundust á karlmanni við komu hans til Eyja með Herjólfi í gærkvöld.

Fram kemur í frétt lögreglunnar að hann hafi verið handtekinn vegna gruns um að vera með fíkniefni og reyndist sá grunur réttur hjá lögreglu. Við yfirheyrslur viðurkenndi maðurinn brot sitt og telst málið að mestu upplýst. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnabrota.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×