Innlent

Segja lífeyrissjóði þurfa að endurgreiða öryrkjum skerðingu

Öryrkjabandalag Íslands segir að nýfallin dómur í máli öryrkja á hendur lífeyrissjóðnum Gildi þýði að sjóðurinn verði að endurgreiða þeim öryrkjum sem urðu fyrir skerðingu á greiðslum sínum í fyrra, það er að segja ef Gildi áfrýjar ekki dómnum til Hæstaréttar. Sama gildi um aðra lífeyrissjóð sem skertu einni greiðslur til öryrkja.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að því í dag að Gildi væri óheimilt að draga þann örorkulífeyri og tekjutryggingu, sem stefnandi í málinu fengi frá Tryggingastofnun ríkisins, frá lífeyrisgreiðslum Gildis. Var það vegna þess að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins hefði verið vanhæfur að staðfesta breytingar á samþykktum lífeyrissjóðanna vegna setu í stjórn Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda. Þar með urðu allir undirmenn hans einnig vanhæfir.

Öryrkjabandalagið stefndi Gildi fyrir hönd öryrkjans en hann var einn þeirra lífeyrisþega sem fengu bréf um lækkun eða niðurfellingu örorkulífeyrisgreiðsla í ágúst 2007. Alls var þar um að ræða um 1.600 einstaklinga sem fengu slík bréf frá níu lífeyrissjóðum.

„Á þessari stundu er ekki vitað hvort Gildi lífeyrissjóður muni áfrýja málinu en til þess hefur hann rétt innan þriggja mánaða frá deginum í dag. Verði dómnum ekki áfrýjað ber Gildi að leiðrétta greiðslur til þeirra örorkulífeyrisþega sem fengu skerðingu eða niðurfellingu á rétti sínum hjá þeim. Sama á við um aðra þá lífeyrissjóði sem sendu samskonar bréf um skerðingu eða niðurfellingu örorkulífeyrisgreiðslna til sinna sjóðsfélaga.

Dómurinn kemst þó ekki að því að samþykktum lífeyrisþega megi ekki breyta héðan í frá. Orðrétt segir,

„Hann (dómurinn útsk.ÖBÍ) tekur ekki til þeirra atburða er síðar munu gerast og þeirra breytinga er síðar kunna að taka gildi á samþykktum stefnda eða lagareglum."," segir í tilkynningu Öryrkjabandalagsins vegna málsins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×