Innlent

Ókeypis skotpróf á 30 ára afmæli Skotveiðifélagsins

Í tilefni 30 ára afmælis Skotveiðifélags Íslands í ár hyggst félagið bjóða félagsmönnum sínum, án endurgjalds, að taka skotpróf áður en þeir halda til veiða.

Jafnframt verður veitt aðstoð við stillingu riffilsjónauka. Með þessu vill Skotvís tryggja að félagsmenn haldi eins vel undirbúnir til veiða og unnt er. Í tilkynningu um málið segir að staðreyndin sé sú að of margir veiðimenn halda til hreindýraveiða án þess að skotvopn þeirra séu í lagi, þá oftast að riffilsjónaukinn er ekki rétt stilltur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×