Innlent

Handteknir fyrir skemmdarverk á bílum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra menn við Hólabraut í Hafnarfirði seint í nótt. Höfðu þeir gengið um brautina og unnið skemmdarverk á bílum sem þar var lagt, rispað á þeim lakkið, dældað þá og brákað rúður. Að sögn lögreglunnar eru mennirnir fjórir enn í haldi og verið að taka af þeim skýrslur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×