Innlent

Facebook-hópur stofnaður til stuðnings Paul Ramses

Stofnaður hefur verið hópur til stuðnings Keníumanninum Paul Ramses á vinatengslavefnum vinsæla Facebook. Alls höfðu 132 notendur síðunnar skráð sig í hópinn í morgun. Kallast hópurinn Útlendingastofnun: Sækið Paul Ramses og virðið mannréttindi fólks!

Á vefsíðunni er meðal annars hægt að tjá skoðanir sínar á málinu og vekja athygli á atburðum og fréttum í kringum það. Til dæmis er vakin athygli á mótmælunum sem eru nú í dag kl. 12 fyrir framan Dóms-og kirkjumálaráðuneytið.

Á Facebook er hægt að stofna hópa um hin ýmsu málefni.Margir hópar eru til á síðunni sem hafa þann tilgang að mótmæla mál sem talin eru brot á mannréttindum.

Þar að auki hefur verið stofnaður undirskriftarlisti á netinu til stuðnings Ramses til að skora á stjórnvöld að snúa Paul Ramses heim. Markmiðið er að safna 10 þúsund undirskriftum. Undirskriftarlistann má sjá hér












Fleiri fréttir

Sjá meira


×