Innlent

Sóknaráætlun endurskilgreind fyrir austan

svavar hávarðsson skrifar
Samningar undirritaðir. Frá vinstri: Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, Sigrún Blöndal, formaður SSA, Logi Már Einarsson, formaður stjórnar Eyþings, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Samningar undirritaðir. Frá vinstri: Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, Sigrún Blöndal, formaður SSA, Logi Már Einarsson, formaður stjórnar Eyþings, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mynd/ssa
Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, menntamálaráðuneyti og Samband sveitarfélaga á Austurlandi hafa undirritað samning um sóknaráætlun Austurlands 2015 til 2019. Alls renna um 95 milljónir króna til Austurlands.

Samningurinn sameinar sóknaráætlanir landshluta, vaxtarsamninga og menningarsamninga. Heildarupphæð á landinu öllu er ríflega 550 milljónir. Til viðbótar koma framlög sveitarfélaga í hverjum landshluta sem mótframlag til menningarmála en með samningnum verður til nýr Uppbyggingarsjóður.

Sigrún Blöndal, formaður SSA, segir samninginn þýðingarmikinn fyrir atvinnu-, nýsköpunar- og menningartengd tækifæri á Austurlandi.

Sveitarfélögin hafi ekki bolmagn til að veita slíkt fé í verkefni af þessu tagi. Verkefni næstu ára verður að sækja meira fé til ríkisins í verkefni sem ekki eru nú þegar eyrnamerkt fyrirfram skilgreindum verkefnum á þessum sviðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×