Kjarasamningar ekki skýring verðbólgu 11. janúar 2013 06:00 Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir kjarasamninga frá 2011 ekki hafa skilað því sem að var stefnt heldur kynt undir verðbólgu og lækkað gengi krónunnar. FréttablaðiÐ/Anton Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, gefur lítið fyrir gagnrýni Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, á gildandi kjarasamninga frá 2011. Gylfi segir þá ekki skýra verðbólgukúfinn á árunum 2011 og 2012, hvað þá veikt gengi krónu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), gefur lítið fyrir þá skoðun Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, að gildandi kjarasamningar frá 2011 hafi kynt undir verðbólgu og lækkað gengi krónunnar. ASÍ hefur krafist frekari launahækkana á þessu ári en samið var um þá. Fréttablaðið birti í gær grein eftir Þórarin þar sem hann lýsti þeirri skoðun að miklar launahækkanir við endurskoðun gildandi kjarasamninga myndu ekki bæta kaupmátt launafólks heldur einungis kynda undir verðbólgu. Þá sagði jafnframt í greininni að þær launahækkanir sem samið var um árið 2011 hefðu einmitt ekki skilað því sem að var stefnt heldur leitað út í verðlag og þar með lækkað gengi krónunnar. „Mér finnst þetta vera lítið og fátæklegt innlegg í umræðuna. Verðbólga hefur vissulega verið mikil en það er alveg nýtt mat hjá Þórarni að veik staða krónunnar sé vegna kjarasamninganna,“ segir Gylfi og heldur áfram: „Við skulum ekki gleyma því að krónan hrundi árið 2008 og ég sé því ekki alveg hvernig kjarasamningar frá 2011 hafa orsakað þessa stöðu.“ Þá segir Gylfi að Seðlabankanum sé nær að líta í eigin barm þar sem bankinn hafi ekki ráðið við það verkefni sitt að hafa taumhald á krónunni, sem sé þó í höftum. Þegar skrifað var undir gildandi kjarasamninga í maí árið 2011 var tólf mánaða verðbólga 3,4%. Á skömmum tíma í kjölfarið hækkaði verðbólga í 6,5% þegar hún fór hæst í janúar 2012. Síðan hefur verðbólga lækkað hægt og rólega og mælist nú 4,2%. Spurður hvort kjarasamningarnir hafi ekki skýrt þennan verðbólgukúf að hluta svarar Gylfi: „Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að launahækkanir hafa áhrif á kostnað fyrirtækja og þar með að einhverju leyti á verðbólgu. En þegar laun hækka um 4% og launahlutfall í fyrirtækjum er beint og óbeint um 35 til 40% þá getur 4% launahækkun ekki skýrt 6,5% verðbólgu.“ Gylfi segir að 4% launahækkun hefði átt að leiða af sér 1,6% verðhækkun og þar með 2,4% kaupmáttaraukningu. Það hafi hins vegar ekki orðið raunin. „Skal menn undra að við berum okkur nú aumlega og biðjum um launahækkun á móti þessu?“ segir Gylfi að lokum.magnusl@frettabladid.is Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, gefur lítið fyrir gagnrýni Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, á gildandi kjarasamninga frá 2011. Gylfi segir þá ekki skýra verðbólgukúfinn á árunum 2011 og 2012, hvað þá veikt gengi krónu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), gefur lítið fyrir þá skoðun Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, að gildandi kjarasamningar frá 2011 hafi kynt undir verðbólgu og lækkað gengi krónunnar. ASÍ hefur krafist frekari launahækkana á þessu ári en samið var um þá. Fréttablaðið birti í gær grein eftir Þórarin þar sem hann lýsti þeirri skoðun að miklar launahækkanir við endurskoðun gildandi kjarasamninga myndu ekki bæta kaupmátt launafólks heldur einungis kynda undir verðbólgu. Þá sagði jafnframt í greininni að þær launahækkanir sem samið var um árið 2011 hefðu einmitt ekki skilað því sem að var stefnt heldur leitað út í verðlag og þar með lækkað gengi krónunnar. „Mér finnst þetta vera lítið og fátæklegt innlegg í umræðuna. Verðbólga hefur vissulega verið mikil en það er alveg nýtt mat hjá Þórarni að veik staða krónunnar sé vegna kjarasamninganna,“ segir Gylfi og heldur áfram: „Við skulum ekki gleyma því að krónan hrundi árið 2008 og ég sé því ekki alveg hvernig kjarasamningar frá 2011 hafa orsakað þessa stöðu.“ Þá segir Gylfi að Seðlabankanum sé nær að líta í eigin barm þar sem bankinn hafi ekki ráðið við það verkefni sitt að hafa taumhald á krónunni, sem sé þó í höftum. Þegar skrifað var undir gildandi kjarasamninga í maí árið 2011 var tólf mánaða verðbólga 3,4%. Á skömmum tíma í kjölfarið hækkaði verðbólga í 6,5% þegar hún fór hæst í janúar 2012. Síðan hefur verðbólga lækkað hægt og rólega og mælist nú 4,2%. Spurður hvort kjarasamningarnir hafi ekki skýrt þennan verðbólgukúf að hluta svarar Gylfi: „Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að launahækkanir hafa áhrif á kostnað fyrirtækja og þar með að einhverju leyti á verðbólgu. En þegar laun hækka um 4% og launahlutfall í fyrirtækjum er beint og óbeint um 35 til 40% þá getur 4% launahækkun ekki skýrt 6,5% verðbólgu.“ Gylfi segir að 4% launahækkun hefði átt að leiða af sér 1,6% verðhækkun og þar með 2,4% kaupmáttaraukningu. Það hafi hins vegar ekki orðið raunin. „Skal menn undra að við berum okkur nú aumlega og biðjum um launahækkun á móti þessu?“ segir Gylfi að lokum.magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira