Innlent

Dýr urðu ekki fyrir flúoreitrun

Fjarðaál Mengunarbúnaður í álverinu bilaði síðasta sumar með þeim afleiðingum að styrkur flúors í grasi nálægt álverinu jókst.
Fjarðaál Mengunarbúnaður í álverinu bilaði síðasta sumar með þeim afleiðingum að styrkur flúors í grasi nálægt álverinu jókst. FréttablaðiÐ/VAlli
Búfénaður í grennd við álverið á Reyðarfirði hefur ekki orðið fyrir skaða vegna bilunar í mengunarbúnaði álversins. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem dýralæknirinn Freydís Dana Sigurðardóttir gerði í samstarfi við nokkrar rannsóknarstofnanir.

Bilunin, sem varð síðasta sumar, olli því að styrkleiki flúors í grasi í grennd við álverið jókst. Voru beinsýni úr dýrum á svæðinu rannsökuð til að komast að því hvort þau hefðu orðið fyrir flúoreitrun vegna þessa en svo reyndist ekki vera. Áður hafði komið í ljós að flúor var undir hættumörkum í fimmtán af sautján heysýnum af svæðinu.

- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×