Borgin byggir leiguhúsnæði á lóð UMFÍ við Tryggvagötu 11. janúar 2013 05:00 Bílastæði eru í dag á lóðinni sem stendur við hlið Grófarinnar, sem hýsir meðal annars Borgarbókasafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Starfshópur um húsnæðismál mun skoða hvort þar verða reistar leiguíbúðir. fréttablaðið/rósa Reykjavíkurborg hefur leyst til sín lóð UMFÍ við Tryggvagötu. Greiðir félaginu 14 milljónir í útlagðan kostnað. Lóðin verður með í plönum um eflingu almenns leigumarkaðar. Starfshópur um húsnæðismál skipaður í gær. Borgarráð samþykkti í gær að leysa til sín lóð Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) við Tryggvagötu 13. Á sama fundi var samþykkt skipan starfshóps um húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, en meðal annars á að efla almennan leigumarkað. Svo gæti því farið að leiguíbúðir yrðu reistar við Tryggvagötuna. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir lóðina vera mjög verðmæta og mikilvæga í uppbyggingu miðborgarinnar. „Það sem við erum með í höndunum er lóð á besta stað í borginni. Nú munum við kalla eftir tillögum skipulagsráðs og skipulagssviðs um bestu nýtingu á lóðinni.“ Dagur er einnig formaður starfshópsins sem borgarráð skipaði varðandi húsnæðismál. Hann segir að hópurinn muni horfa til þessarar lóðar. „Óneitanlega er þetta ein af lóðunum sem við höfum horft til til að efla almennan leigumarkað á Íslandi.“ UMFÍ fékk vilyrði fyrir lóðinni í borgarstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og hugðist reisa höfuðstöðvar sínar þar. Fregnir bárust síðan af því að viðræður væru í gangi um byggingu hótels á lóðinni, en bæði Edduhótel og Icelandair-hótel voru nefnd til sögunnar. Ekki var sátt um hugmyndir um hótelbyggingu, enda hafði verið rætt um höfuðstöðvar UMFÍ á lóðinni. Reykjavíkurborg greiðir UMFÍ 14 milljónir vegna útlagðs kostnaðar við hönnunar- og deiliskipulagsvinnu. Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, segir félagið ganga sátt frá borði, en það hefur fest kaup á húsnæði undir höfuðstöðvar sínar. „Við vorum orðin ákveðin í því að þetta væri góð lausn og erum bara sátt. Við keyptum húsnæði fyrir svolitlu síðan þar sem þetta mál dróst og dróst og við gátum ekki beðið endalaust.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur leyst til sín lóð UMFÍ við Tryggvagötu. Greiðir félaginu 14 milljónir í útlagðan kostnað. Lóðin verður með í plönum um eflingu almenns leigumarkaðar. Starfshópur um húsnæðismál skipaður í gær. Borgarráð samþykkti í gær að leysa til sín lóð Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) við Tryggvagötu 13. Á sama fundi var samþykkt skipan starfshóps um húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, en meðal annars á að efla almennan leigumarkað. Svo gæti því farið að leiguíbúðir yrðu reistar við Tryggvagötuna. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir lóðina vera mjög verðmæta og mikilvæga í uppbyggingu miðborgarinnar. „Það sem við erum með í höndunum er lóð á besta stað í borginni. Nú munum við kalla eftir tillögum skipulagsráðs og skipulagssviðs um bestu nýtingu á lóðinni.“ Dagur er einnig formaður starfshópsins sem borgarráð skipaði varðandi húsnæðismál. Hann segir að hópurinn muni horfa til þessarar lóðar. „Óneitanlega er þetta ein af lóðunum sem við höfum horft til til að efla almennan leigumarkað á Íslandi.“ UMFÍ fékk vilyrði fyrir lóðinni í borgarstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og hugðist reisa höfuðstöðvar sínar þar. Fregnir bárust síðan af því að viðræður væru í gangi um byggingu hótels á lóðinni, en bæði Edduhótel og Icelandair-hótel voru nefnd til sögunnar. Ekki var sátt um hugmyndir um hótelbyggingu, enda hafði verið rætt um höfuðstöðvar UMFÍ á lóðinni. Reykjavíkurborg greiðir UMFÍ 14 milljónir vegna útlagðs kostnaðar við hönnunar- og deiliskipulagsvinnu. Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, segir félagið ganga sátt frá borði, en það hefur fest kaup á húsnæði undir höfuðstöðvar sínar. „Við vorum orðin ákveðin í því að þetta væri góð lausn og erum bara sátt. Við keyptum húsnæði fyrir svolitlu síðan þar sem þetta mál dróst og dróst og við gátum ekki beðið endalaust.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira