Innlent

Ung stúlka slasaðist á spilakvöldi

Ung stúlka slasaðist þegar hún féll innandyra í grunnskólanum í Hveragerði í gærkvöldi og fékk þungt höfuðhögg. Hún var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans.

Tildrög eru ekki ljós, en spilakvöld var hjá nemendum og voru margir foreldrar líka á staðnum. Fréttastofu er ekki kunnugt um líðan stúlkunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×