Sport

Viera til Real?

Ýmislegt bendir til þess að Patrick Viera, fyrirliði Arsenal, sé á förum frá félaginu til Real Madríd. Viera á þrjú ár eftir af samningi sínum við Arsenal og hittir Arsene Wenger, stjóra félagsins, að máli í dag. Talið er að eftir þann fund muni framtíð Vieras hjá Arsenal skýrast. Ólafur Ingi Skúlason leikmaður Arsenal, segir að það kæmi sér ekki á óvart ef Viera færi frá félaginu.. David Beckham kom fram í enskum fjölmiðlum í morgun þar sem hann hældi Real Madríd í hástert og skoraði á Viera að koma til félagsins. Þá var upplýst í morgun að Arsenal hefði nú þegar augastað á arftaka Viera, portúgalska miðjumanninum Maniche hjá Porto, og samningaviðræður séu þegar komnar í gang. Viera sést hér til vinstri ásamt félaga sínum hjá Arsenal og franska landsliðinu, Thierry Henry.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×