Handbolti

Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálf­leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ívar Logi Styrmisson skoraði sex mörk fyrir Fram.
Ívar Logi Styrmisson skoraði sex mörk fyrir Fram. Vísir/Anton Brink

Íslandsmeistarar Fram unnu öruggan níu marka sigur er liðið tók á móti nýliðum Þórs í Olís-deild karla í handbolta í dag, 36-27.

Gestirnir í Þór stóðu vel í meisturunum framan af leik og leiddu með einu marki í hálfleik, 15-16.

Í síðari hálfleik fór hins vegar að halla undan fæti og Íslandsmeistararnir gengu á lagið. Fram náði fjögurra marka forystu fljótlega eftir hlé og munurinn var orðinn sjö mörk þegar um fimm mínútur voru til leiksloka.

Fram vann að lokum nokkuð öruggan níu marka sigur, 36-27, þar sem Dánjal Ragnarsson var atkvæðamestur með sjö mörk fyrir heimamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×