Gagnrýna ráðningar millistjórnenda 28. mars 2005 00:01 "Umkvörtunarefni okkar lúta að því að yfirbygging Landspítalans hefur þyngst mjög undanfarin ár, sérstaklega á stigi millistjórnenda, sem eru handvaldir af yfirstjórn spítalans án hæfnismats og auglýsinga," segir Jóhannes Björnsson, einn tólf lækna Landspítala - háskólasjúkrahúss sem skrifa undir bréf til heilbrigðisráðherra og hvetja hann til að taka á stjórnkerfisvanda sjúkrahússins. Jóhannes segir stjórnkerfi spítalans hafa þyngst mjög síðan hann hóf þar störf fyrir 20 árum og hann viti ekki til þess að það tíðkist annars staðar að stjórnendur séu valdir án hæfnismats eða auglýsinga. "Ég held að þessi vandi hafi ekki verið heilbrigðisráðuneytinu ljós og það sé hugsanlegt að það hafi ekki verið fylgst nægilega vel með yfirstjórn sjúkrahússins." Jóhannes M. Gunnarsson, starfandi forstjóri Landspítalans, þvertekur fyrir að nokkuð athugavert sé við ráðningar stjórnenda spítalans. "Ráðherra hefur staðfest að skipurit sé löglegt og það er líka skoðun okkar lögfræðinga að þar sé ekkert sem stangist á við lög." Jóhannes segir að millistjórnendur séu ráðnir á grundvelli 19. greinar laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. "Þessi störf fela í sér tímabundna aukna ábyrgð. Hæfnismatið er bundið samningi við Háskóla Íslands sem felur í sér að menn séu gjaldgengir til að kenna í háskólanum og því ekki rétt að hæfnismat fari ekki fram." Jóhannes segir að hér stangist á álit tveggja lögfræðingahópa og málið verði líklega að leysa í dómsal. Þá segir hann Landspítalann vel rekna stofnun. "Það má vísa í afkastatölur og rekstrarlegan árangur því til stuðnings." "Hvorki ég né Jóhannes Gunnarsson erum lögfræðingar," segir Jóhannes Björnsson, "en það eru nýmæli í heilbrigðiskerfinu að stjórnendur séu ráðnir á þennan hátt. Það er auðvitað mat hvers og eins hvort spítalinn sé vel rekinn, en miðað við 20 ára starfsreynslu mína á ég bágt með að taka undir skoðun Jóhannesar." Ekki náðist í heilbrigðisráðherra vegna málsins. Fréttir Innlent Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
"Umkvörtunarefni okkar lúta að því að yfirbygging Landspítalans hefur þyngst mjög undanfarin ár, sérstaklega á stigi millistjórnenda, sem eru handvaldir af yfirstjórn spítalans án hæfnismats og auglýsinga," segir Jóhannes Björnsson, einn tólf lækna Landspítala - háskólasjúkrahúss sem skrifa undir bréf til heilbrigðisráðherra og hvetja hann til að taka á stjórnkerfisvanda sjúkrahússins. Jóhannes segir stjórnkerfi spítalans hafa þyngst mjög síðan hann hóf þar störf fyrir 20 árum og hann viti ekki til þess að það tíðkist annars staðar að stjórnendur séu valdir án hæfnismats eða auglýsinga. "Ég held að þessi vandi hafi ekki verið heilbrigðisráðuneytinu ljós og það sé hugsanlegt að það hafi ekki verið fylgst nægilega vel með yfirstjórn sjúkrahússins." Jóhannes M. Gunnarsson, starfandi forstjóri Landspítalans, þvertekur fyrir að nokkuð athugavert sé við ráðningar stjórnenda spítalans. "Ráðherra hefur staðfest að skipurit sé löglegt og það er líka skoðun okkar lögfræðinga að þar sé ekkert sem stangist á við lög." Jóhannes segir að millistjórnendur séu ráðnir á grundvelli 19. greinar laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. "Þessi störf fela í sér tímabundna aukna ábyrgð. Hæfnismatið er bundið samningi við Háskóla Íslands sem felur í sér að menn séu gjaldgengir til að kenna í háskólanum og því ekki rétt að hæfnismat fari ekki fram." Jóhannes segir að hér stangist á álit tveggja lögfræðingahópa og málið verði líklega að leysa í dómsal. Þá segir hann Landspítalann vel rekna stofnun. "Það má vísa í afkastatölur og rekstrarlegan árangur því til stuðnings." "Hvorki ég né Jóhannes Gunnarsson erum lögfræðingar," segir Jóhannes Björnsson, "en það eru nýmæli í heilbrigðiskerfinu að stjórnendur séu ráðnir á þennan hátt. Það er auðvitað mat hvers og eins hvort spítalinn sé vel rekinn, en miðað við 20 ára starfsreynslu mína á ég bágt með að taka undir skoðun Jóhannesar." Ekki náðist í heilbrigðisráðherra vegna málsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira