Handbolti

Væsir ekki um hand­bolta­lið FH í glæsi­legum búnings­klefa | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr klefanum.
Úr klefanum. vísir/s2s

Það fer vel um Olís-deildar lið FH í handbolta en leikmenn liðsins tóku klefann hjá sér í gegn á dögunum.

Það voru ekki sjálfboðaliðar sem komu að verkinu heldur tóku leikmenn höndum saman í samkomubanninu og umbreyttu klefanum svo úr varð algjör bylting.

Henry Birgir Gunnarsson leit við á dögunum í glæsilegan klefa Fjölnismanna í Egilshöll en í Sportinu í dag var Henry mættur í Hafnarfjörðinn.

Þar voru Ágúst Birgisson og Birkir Fannar Bragason og tóku á móti honum og sýndu honum glæsilegan handboltaklefa liðsins.

Tvö kör, glæsilegt breiðtjald og margt, margt fleira má sjá í spilaranum hér að neðan en einnig má sjá mikinn mun á nýja og gamla klefanum.

Klippa: Sportið í dag - Búningsklefi FH

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×