Innlent

Neyðarástand á leigumarkaði

Valur Grettisson skrifar
Árni Páll Árnason Formaður Samfylkingarinnar segir neyðarástand á leigumarkaði.Fréttablaðið/Vilhelm
Árni Páll Árnason Formaður Samfylkingarinnar segir neyðarástand á leigumarkaði.Fréttablaðið/Vilhelm
„Staðan er algjörlega óásættanleg. Það er neyðarástand á leigumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu og allt frosið víða um land,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, en þingmenn flokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi.

Tillögurnar eru margþættar og fela meðal annars í sér stofnstyrki ríkis og sveitarfélaga til byggingar leiguhúsnæðis og að Íbúðalánasjóði verði gert að koma íbúðum í útleigu eða selja þær til leigufélaga. Þá er lagt til að tekjur vegna útleigu einnar íbúðar verði undanþegnar fjármagnstekjuskatti og fleiri hafi þannig hag af að leigja út íbúðir.

Árni Páll segir úrræðin eiga að gagnast höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni og að markmiðið sé að leigukostnaður verði léttbærari. „Enda svo komið að fólk með ágætis greiðslugetu getur vart lengur leigt í dag,“ bætir hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×