Innlent

Gjald bjargi náttúruperlum frá tjóni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Vesturbyggð vill hindra átroðning ferðamanna.
Vesturbyggð vill hindra átroðning ferðamanna.
„Ef fjölgun ferðamanna heldur áfram sem horfir verður að koma í veg fyrir að umhverfisslys verði vegna aðstöðuleysis og átroðnings um svæðin,“ segir bæjarstjórn Vesturbyggðar. Hún hvetur stjórnvöld til að taka upp gjaldtöku að náttúruperlum og fjölsóttum ferðamannastöðum í landinu.

„Með vaxandi fjölda ferðamanna verður óhjákvæmilega að stýra umferð ferðamanna og byggja upp viðunandi aðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum þannig að ekki verði óbætanlegt tjón á umhverfinu vegna átroðnings,“ segir bæjarstjórnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×