Erlent

Evrukosningin mikilvæg fyrir Blair

Tony Blair getur varla verið forsætisráðherra áfram ef Bretar greiða atkvæði gegn evrunni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta sagði Alan Milburn, ráðherra í ríkisstjórn Blair og stjórnandi kosningabaráttu Verkamannaflokksins, í viðtali við The Sunday Times. Milburn gaf til kynna að Blair myndi segja af sér ef Bretar felldu það í atkvæðagreiðslu að taka upp evruna en vildi engu slá föstu, ekki heldur því að hann kláraði næsta kjörtímabil ef hann hefði sigur í atkvæðagreiðslunni. Kannanir sýna að meirihluti Breta sé andvígur upptöku evrunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×