Erlent

Rauðar rósir bannaðar

Siðferðismálanefnd Sádi Arabíu hefur bannað blómasölum að selja rauðar rósir í tilefni Valentínusardagsins, sem er haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Einnig hefur þeim verið bannað að selja kort sem eru rauð á litinn. Blómasalarnir eru að vonum óánægðir með bannið. Þeir segja það hluta af herferð nefndarinnar til að koma í veg fyrir að Sádi-Arabar hegði sér á skjön við kenningar Islam. "Þeir kíkja við tvisvar til þrisvar sinnum á dag til að athuga hvort við séum nokkuð að selja rauðar rósir," sagði pakistanskur blómasali sem ekki vildi láta nafns síns getið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×