Innlent

Segir FÍB rangtúlka áskorun

Stjórn ferðaklúbbsins 4X4 segir talsmann FÍB rangtúlka og snúa út úr áskorun þeirra sem stóðu að mótmælum gegn háu dísilverði í gær og lýsir furðu sinni á ummælum sem látin hafa verið falla. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að í áskorun sem fjármálaráðherra var afhent í gær sé á engan hátt fjallað um þá kerfisbreytingu að taka upp olíugjald í stað þungaskatts. Stjórnin segir að FÍB haldi því ranglega fram að með mótmælaaðgerðunum í gær hafi falist stuðningur við núverandi þungaskattskerfi. Slíkt sé algjörlega úr lausu lofti gripið. Skorað er á FÍB að draga ummælin til baka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×