Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Jón Steindór Valdimarsson skrifar 24. apríl 2020 11:00 Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. Samkvæmt gildandi lögum eiga neytendur skýlausan rétt til fullrar endurgreiðslu innan 14 daga frá aflýsingu ferðar. Þann 22. apríl mælti ferðamálaráðherra fyrir frumvarpi til laga sem afnemur þennan rétt en í hans stað koma ákvæði um að ferðaskrifstofum verði heimilt að endurgreiða ferðamanni pakkaferð sem er aflýst eða afpöntuð vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna með inneignarnótu, sem skuli að lágmarki vera að sömu fjárhæð og þær greiðslur sem ferðamaður hefur innt af hendi fyrir pakkaferðina. Ferðamanni er heimilt að innleysa inneignarnótuna eftir 30. júní 2021 gegn peningagreiðslu hafi hún ekki verið nýtt til ferðalaga fyrir þann tíma. Ófær leið sem skilar ekki árangri Tilgangur frumvarpsins er að draga úr bráðum lausafjárvanda ferðaskrifstofa og bæta rekstrarskilyrði þeirra. Það er nauðsynlegt og vandinn sem skyldan til endurgreiðslu skapar er vissulega einn af þeim þáttum sem gerir ferðaskrifstofum mjög erfitt fyrir. Leið sem stjórnvöld velja til þess að bregðast við þessum hluta vandans er hins vegar ekki til þess fallin að koma að því gagni sem stefnt er að. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Það er í meira lagi vafasamt að það muni standist fyrir dómstólum að svipta neytendur svo skýlausum rétti með afturvirkum lögum. Vafalaust er að Neytendasamtökin muni láta á málið reyna fyrir dómi. Með þessari leið er vanda ferðskrifstofanna varpað á herðar neytenda sem greitt hafa fyrir þjónustu sem verður ekki innt af hendi eins og um var samið. Inneignarnóta er ekki verðtryggð né ber vexti og er ekki unnt að leysa út í peningum (ef þeir verða þá til reiðu) fyrr en í fyrsta lagi að ári liðnu. Verðgildi nótunnar er því ekki tryggt með neinum hætti en minna má á að gengi íslensku krónunnar hefur fallið um 15-20% frá síðustu áramótum. Enginn veit hver staða krónunnar verður að ári. Margir þeirra sem greitt hafa fyrir sumarleyfisferð sem ekki verður farin hafa misst atvinnu sína og standa frammi fyrir tekjuskerðingu. Þessu fólki veitir ekki af því að fá peninga sína til baka. Stjórnvöld og ferðaþjónustan sjálf leggja mikla áherslu á að hvetja Íslendinga til þess að ferðast innanlands og styðja þannig við atvinnugrein í kröggum. Margir vilja verða við þessu og hugsa með sér að nú sé hægt að haga ferðum sínum líkt og í útlöndum væri. Nýta hótel og veitingastaði og afþreyingu líkt og gert er í sumarleyfisferðum í útlöndum. Sá hængur er hins vegar á að fæstar fjölskyldur treysta sér til að greiða fyrir tvær slíkar ferðir á ári sem verður staðan ef engin er endurgreiðslan. Niðurstaðan gæti orðið sú að hvatningin til innanlandsferða yrði mun árangursrýrari en ella. Allir vona að ferðaþjónustan taki við sér sem allra fyrst en vita að á því verður bið. Loksins þegar forsendur eru fyrir því að hjólin fari að snúast að nýju er það vægast sagt öfugsnúið ef stór hluti viðskiptavinanna framvísar inneignarnótum til kaupa á þjónustu. Það er lítið gagn af þeim í kassa ferðaþjónustunnar þar sem beinharðir peningar eru það sem þarf. Leið ríkisstjórnarinnar er ekki sú rétta og því þarf að finna aðra leið. Betri leið og vel fær Við umræður á Alþingi höfum við hjá Viðreisn bent á þá annmarka sem eru á þessum þætti nýjasta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Þar voru lauslega reifaðar hugmyndir að annarri leið sem hefur mun jákvæðari áhrif fyrir ferðaþjónustuna, ver réttindi neytenda og mun ekki íþyngja ríkissjóði um of. Viðreisn telur rétt að ríkið bjóði ferðaskrifstofum að yfirtaka eða eignast kröfur neytenda vegna pakkaferða. Ríkið endurgreiði ferðamönnum þær ferðir sem ekki voru farnar, líkt og þeir eiga rétt á samkvæmt lögum. Þar með er þeim peningum komið í umferð hjá réttum eigendum þeirra. Það mun m.a. ýta undir aukin umsvif í samfélaginu, ekki síst hjá innlendri ferðaþjónustu. Ríkið eignast endurkröfurétt á ferðaskrifstofur sem hafa tryggingarsjóði til að standa undir þessum kröfum. Ríkið mun hins vegar ekki innheimta kröfur sínar fyrr að einhverjum tíma liðnum. Með þessu hætti halda ferðaskrifstofurnar sínu fé um lengri tíma. Eðlilegt er að ríkið ákveði endurgreiðslur á löngum tíma á hagstæðum kjörum, sambærilegt því sem gildir um lánin sem ríkið veitir nú til stuðnings íslensku atvinnulífi. Í umræðum í Alþingi kom fram í máli ráðherra að inneignarnótur ættu að njóta tryggingarverndar og jafnframt að fyrir liggi að allar stærstu ferðaskrifstofurnar, sem eru með um 70% þeirra ferða sem falla undir frumvarpið, séu með fullnægjandi tryggingar til að standa undir kröfum skv. gildandi lögum og rúmlega það. Í ljósi þessa ætti áhætta ríkissjóðs af þessari leið að vera innan ásættanlegra marka og í það minnsta ekki meiri en hugmyndin var að leggja á herðar neytenda. Við hjá Viðreisn teljum að þessar hugmyndir leysi vandann með mun áhrifaríkari hætti en ríkisstjórnin hefur lagt til. Vonandi er ríkisstjórnin tilbúin til að hlusta og þróa þessa hugmynd frekar í samvinnu við Alþingi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. Samkvæmt gildandi lögum eiga neytendur skýlausan rétt til fullrar endurgreiðslu innan 14 daga frá aflýsingu ferðar. Þann 22. apríl mælti ferðamálaráðherra fyrir frumvarpi til laga sem afnemur þennan rétt en í hans stað koma ákvæði um að ferðaskrifstofum verði heimilt að endurgreiða ferðamanni pakkaferð sem er aflýst eða afpöntuð vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna með inneignarnótu, sem skuli að lágmarki vera að sömu fjárhæð og þær greiðslur sem ferðamaður hefur innt af hendi fyrir pakkaferðina. Ferðamanni er heimilt að innleysa inneignarnótuna eftir 30. júní 2021 gegn peningagreiðslu hafi hún ekki verið nýtt til ferðalaga fyrir þann tíma. Ófær leið sem skilar ekki árangri Tilgangur frumvarpsins er að draga úr bráðum lausafjárvanda ferðaskrifstofa og bæta rekstrarskilyrði þeirra. Það er nauðsynlegt og vandinn sem skyldan til endurgreiðslu skapar er vissulega einn af þeim þáttum sem gerir ferðaskrifstofum mjög erfitt fyrir. Leið sem stjórnvöld velja til þess að bregðast við þessum hluta vandans er hins vegar ekki til þess fallin að koma að því gagni sem stefnt er að. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Það er í meira lagi vafasamt að það muni standist fyrir dómstólum að svipta neytendur svo skýlausum rétti með afturvirkum lögum. Vafalaust er að Neytendasamtökin muni láta á málið reyna fyrir dómi. Með þessari leið er vanda ferðskrifstofanna varpað á herðar neytenda sem greitt hafa fyrir þjónustu sem verður ekki innt af hendi eins og um var samið. Inneignarnóta er ekki verðtryggð né ber vexti og er ekki unnt að leysa út í peningum (ef þeir verða þá til reiðu) fyrr en í fyrsta lagi að ári liðnu. Verðgildi nótunnar er því ekki tryggt með neinum hætti en minna má á að gengi íslensku krónunnar hefur fallið um 15-20% frá síðustu áramótum. Enginn veit hver staða krónunnar verður að ári. Margir þeirra sem greitt hafa fyrir sumarleyfisferð sem ekki verður farin hafa misst atvinnu sína og standa frammi fyrir tekjuskerðingu. Þessu fólki veitir ekki af því að fá peninga sína til baka. Stjórnvöld og ferðaþjónustan sjálf leggja mikla áherslu á að hvetja Íslendinga til þess að ferðast innanlands og styðja þannig við atvinnugrein í kröggum. Margir vilja verða við þessu og hugsa með sér að nú sé hægt að haga ferðum sínum líkt og í útlöndum væri. Nýta hótel og veitingastaði og afþreyingu líkt og gert er í sumarleyfisferðum í útlöndum. Sá hængur er hins vegar á að fæstar fjölskyldur treysta sér til að greiða fyrir tvær slíkar ferðir á ári sem verður staðan ef engin er endurgreiðslan. Niðurstaðan gæti orðið sú að hvatningin til innanlandsferða yrði mun árangursrýrari en ella. Allir vona að ferðaþjónustan taki við sér sem allra fyrst en vita að á því verður bið. Loksins þegar forsendur eru fyrir því að hjólin fari að snúast að nýju er það vægast sagt öfugsnúið ef stór hluti viðskiptavinanna framvísar inneignarnótum til kaupa á þjónustu. Það er lítið gagn af þeim í kassa ferðaþjónustunnar þar sem beinharðir peningar eru það sem þarf. Leið ríkisstjórnarinnar er ekki sú rétta og því þarf að finna aðra leið. Betri leið og vel fær Við umræður á Alþingi höfum við hjá Viðreisn bent á þá annmarka sem eru á þessum þætti nýjasta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Þar voru lauslega reifaðar hugmyndir að annarri leið sem hefur mun jákvæðari áhrif fyrir ferðaþjónustuna, ver réttindi neytenda og mun ekki íþyngja ríkissjóði um of. Viðreisn telur rétt að ríkið bjóði ferðaskrifstofum að yfirtaka eða eignast kröfur neytenda vegna pakkaferða. Ríkið endurgreiði ferðamönnum þær ferðir sem ekki voru farnar, líkt og þeir eiga rétt á samkvæmt lögum. Þar með er þeim peningum komið í umferð hjá réttum eigendum þeirra. Það mun m.a. ýta undir aukin umsvif í samfélaginu, ekki síst hjá innlendri ferðaþjónustu. Ríkið eignast endurkröfurétt á ferðaskrifstofur sem hafa tryggingarsjóði til að standa undir þessum kröfum. Ríkið mun hins vegar ekki innheimta kröfur sínar fyrr að einhverjum tíma liðnum. Með þessu hætti halda ferðaskrifstofurnar sínu fé um lengri tíma. Eðlilegt er að ríkið ákveði endurgreiðslur á löngum tíma á hagstæðum kjörum, sambærilegt því sem gildir um lánin sem ríkið veitir nú til stuðnings íslensku atvinnulífi. Í umræðum í Alþingi kom fram í máli ráðherra að inneignarnótur ættu að njóta tryggingarverndar og jafnframt að fyrir liggi að allar stærstu ferðaskrifstofurnar, sem eru með um 70% þeirra ferða sem falla undir frumvarpið, séu með fullnægjandi tryggingar til að standa undir kröfum skv. gildandi lögum og rúmlega það. Í ljósi þessa ætti áhætta ríkissjóðs af þessari leið að vera innan ásættanlegra marka og í það minnsta ekki meiri en hugmyndin var að leggja á herðar neytenda. Við hjá Viðreisn teljum að þessar hugmyndir leysi vandann með mun áhrifaríkari hætti en ríkisstjórnin hefur lagt til. Vonandi er ríkisstjórnin tilbúin til að hlusta og þróa þessa hugmynd frekar í samvinnu við Alþingi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun