Innlent

Stimpill sprakk út úr aðalvél togarans Barða

Mildi var að enginn var nálægur þegar stimpill sprakk út úr aðalvél togarans Barða þegar hann var að veiðum fyrir austan land í gær.

Við þetta varð togarinn umsvifalaust vélarvana en svo vel vildi til að skipverjar voru nýbúnir að taka trollið þannig að það var um borð þegar vélin bilaði. Barði var þá staddur hátt í hundrað mílur austur af landinu.

Fjölveiðiskipið Börkur, sem er i eigu Síldarvinnslunnar eins og Barði, var þegar sent frá Norðfirði Barða til aðstoðar og tók hann í tog í gærkvöldi. Veður fór hins vegar versnandi í nótt og slitnaði dráttartaugin en skipverjum tókst að tengja skipin á ný. Þau eru nú komin upp undir land en verða að halda þar sjó fram á kvöld, að minnsta kosti, í hávaða norðanhvassviðri, en við þær aðstæður er ekki talið hættandi á að draga Barða inn á Norðfjörð.

Sautján manna áhöfn Barða er ekki í neinni hættu. Ekki er vitað hversu lengi skipið verður frá veiðum vegna bilunarinnar, en þegar er ljóst að viðgerð muni óhjákvæmilega taka talsverðan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×