Treystum á ferðaþjónustuna Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 24. apríl 2020 09:00 Ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur byggst upp á löngum tíma. Að uppbyggingunni hafa komið þrautseigir frumkvöðlar, hugsjónamenn sem hafa séð tækifæri til þess að byggja upp sitt samfélag, skapa tekjur og búa til ný störf. Á undanförnum árum hefur áherslan verið mikil á að gera ferðaþjónustu að heilsársatvinnugrein með aukinni markaðssetningu á vetrinum og stöðugri vöruþróun. Fyrirtækjum hefur fjölgað um allt land og fjárfestingar aukist en innviðauppbygging ekki haldið í takt við eftirspurn ferðamanna eftir heimsóknum á svæðið. Staðan er því sú að enn starfar ferðaþjónustan á stærstum hluta landsins við þann veruleika að árstíðarsveiflan er gríðarleg. Á Norðurlandi kemur um 80% ferðamanna á tímabilinu frá maí til september. Hina sjö mánuði ársins er lítið að gera því ferðamenn eiga erfitt með að komast til mismunandi landshluta. Tekjurnar sem verða til þessa fimm mánuði háannatímans verða því að duga til þess að reka fyrirtækin allt árið. Nú þegar er orðið ljóst að háannatíminn í ár tapast að stærstum hluta vegna áhrifa Covid-19 faraldursins. Rekstrartekjur fyrirtækja í heilt ár eru því litlar sem engar og ljóst að áhrifin á fyrirtækin, eigendur og starfsfólk verða gríðarleg. Að sjálfsögðu er erfitt að koma að fullu leyti í veg fyrir neikvæð áhrif kreppu eins og nú stendur yfir og því ljóst að við munum sjá breytta mynd ferðaþjónustunnar þegar upp er staðið. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þær aðgerðir sem gripið er til nú hafa mikil áhrif á það hver sú mynd verður. Það er nauðsynlegt að lágmarka skaðann og tryggja að við stöndum ekki uppi með landssvæði þar sem öll þjónusta hefur lagst af. Standa þarf vörð um fyrirtækin sem hafa byggt upp öflugan rekstur á undanförnum árum svo að ekki tapist öll viðskiptatengsl sem hafa verið byggð upp. Þegar opnast á ný fyrir ferðalög á milli landa stöndum við frammi fyrir harðari samkeppni en nokkru sinni fyrr þar sem þjóðir keppast við að laða til sín ferðamenn og flugsæti. Þar mun þekking og reynsla skera úr um hverjir ná árangri. Aðgerðir til stuðnings ferðaþjónustufyrirtækjum þurfa að miða að því að koma fyrirtækjum í var fram að næstu háönn, tryggja rekstrarhæfi þeirra þannig að hægt verði að halda starfsfólki og vinna að vöruþróun, nýsköpun og markaðssetningu. Þannig verða öflugir ferðaþjónustuaðilar um allt land tilbúnir til að byggja á ný upp markaðinn svo íslensk ferðaþjónusta komist hratt og örugglega upp úr lægðinni. Með því að byggja á þeirri mikilvægu auðlind sem býr í fólkinu á bakvið ferðaþjónustuna verður Ísland mun samkeppnishæfara þegar ferðalög verða leyfð aftur og við eigum miklu meiri möguleika á að ná góðum árangri í baráttunni um að fá ferðamenn til Íslands. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur byggst upp á löngum tíma. Að uppbyggingunni hafa komið þrautseigir frumkvöðlar, hugsjónamenn sem hafa séð tækifæri til þess að byggja upp sitt samfélag, skapa tekjur og búa til ný störf. Á undanförnum árum hefur áherslan verið mikil á að gera ferðaþjónustu að heilsársatvinnugrein með aukinni markaðssetningu á vetrinum og stöðugri vöruþróun. Fyrirtækjum hefur fjölgað um allt land og fjárfestingar aukist en innviðauppbygging ekki haldið í takt við eftirspurn ferðamanna eftir heimsóknum á svæðið. Staðan er því sú að enn starfar ferðaþjónustan á stærstum hluta landsins við þann veruleika að árstíðarsveiflan er gríðarleg. Á Norðurlandi kemur um 80% ferðamanna á tímabilinu frá maí til september. Hina sjö mánuði ársins er lítið að gera því ferðamenn eiga erfitt með að komast til mismunandi landshluta. Tekjurnar sem verða til þessa fimm mánuði háannatímans verða því að duga til þess að reka fyrirtækin allt árið. Nú þegar er orðið ljóst að háannatíminn í ár tapast að stærstum hluta vegna áhrifa Covid-19 faraldursins. Rekstrartekjur fyrirtækja í heilt ár eru því litlar sem engar og ljóst að áhrifin á fyrirtækin, eigendur og starfsfólk verða gríðarleg. Að sjálfsögðu er erfitt að koma að fullu leyti í veg fyrir neikvæð áhrif kreppu eins og nú stendur yfir og því ljóst að við munum sjá breytta mynd ferðaþjónustunnar þegar upp er staðið. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þær aðgerðir sem gripið er til nú hafa mikil áhrif á það hver sú mynd verður. Það er nauðsynlegt að lágmarka skaðann og tryggja að við stöndum ekki uppi með landssvæði þar sem öll þjónusta hefur lagst af. Standa þarf vörð um fyrirtækin sem hafa byggt upp öflugan rekstur á undanförnum árum svo að ekki tapist öll viðskiptatengsl sem hafa verið byggð upp. Þegar opnast á ný fyrir ferðalög á milli landa stöndum við frammi fyrir harðari samkeppni en nokkru sinni fyrr þar sem þjóðir keppast við að laða til sín ferðamenn og flugsæti. Þar mun þekking og reynsla skera úr um hverjir ná árangri. Aðgerðir til stuðnings ferðaþjónustufyrirtækjum þurfa að miða að því að koma fyrirtækjum í var fram að næstu háönn, tryggja rekstrarhæfi þeirra þannig að hægt verði að halda starfsfólki og vinna að vöruþróun, nýsköpun og markaðssetningu. Þannig verða öflugir ferðaþjónustuaðilar um allt land tilbúnir til að byggja á ný upp markaðinn svo íslensk ferðaþjónusta komist hratt og örugglega upp úr lægðinni. Með því að byggja á þeirri mikilvægu auðlind sem býr í fólkinu á bakvið ferðaþjónustuna verður Ísland mun samkeppnishæfara þegar ferðalög verða leyfð aftur og við eigum miklu meiri möguleika á að ná góðum árangri í baráttunni um að fá ferðamenn til Íslands. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun