Misskilið frelsi 11. janúar 2007 05:00 Á áramótum heita margir því að breyta líferni sínu til bættrar heilsu og langlífis. Fyrir þá hina sömu má benda á að ein markvissasta og árangursríkasta leiðin til almennrar heilsubótar og langrar ævi er tiltölulega einföld. Það er einfaldlega það að temja sér bætta hegðun í umferðinni og tileinka sér óvæga sjálfsgagnrýni í þeim efnum. Umferðarslys kosta að meðaltali 25 mannslíf á hverju ári. Hálft annað hundrað slasast alvarlega og stór hluti þess fjölda örkumlast. Talið er að umferðarslys og umferðaróhöpp kosti þjóðina 15–20 milljarða á hverju ári. Það sætir því ekki furðu að Karl Sigurbjörnsson biskup skuli líkja slysaöldu síðastliðins árs við hamfarir. Í langflestum tilfellum eru þetta hamfarir af manna völdum, afleiðingar glæfralegrar hegðunar þar sem heppnin, sem reynist oft á tíðum eini mögulegi bjargvætturinn við slíkar aðstæður, bregst á ögurstundu. Hundruð einstaklinga bætast á hverju ári við þann hóp fórnarlamba sem sjaldnast heyrist af en það eru aðstandendur. Aðstandendur líða ómældar þjáningar sem koma hart niður á lífi þeirra. Það er erfitt að meta afleiðingar þeirra þjáninga fyrir samfélagið í heild en ótal dæmi eru um skerta starfsorku og skert þrek þeirra til þess að takast á við áður einföld verkefni. Þessi orð eru því miður studd reynslu þúsunda Íslendinga og hundruð bætast við á hverju ári. Dánartölur og fjöldi þeirra sem örkumlast í umferðinni eru ekki og mega aldrei verða sjálfsagður fórnarkostnaður fyrir eitthvað frelsi til að gera hvað sem mann lystir í umferðinni. Það er aðeins eitt frelsi sem á að gilda í umferðinni. Það er frelsið til að geta ekið um án þess að eiga á hættu að einstaklingur haldinn misskilinni frelsisþrá slasi mann eða deyði vegna ofmats á sjálfum sér og aðstæðum. Lög og reglur eru settar til þess að koma í veg fyrir slíkt. Það er margt sem krefst úrbóta í umferðaröryggismálum þjóðarinnar og það er vonandi að umferðaröryggi verði mál málanna í komandi kosningum. Seint verður hægt að eyða of miklu fjármagni í umferðaröryggismál því þeir peningar skila sér margfalt til baka í bættum lífsgæðum, auknum lífslíkum og bættri heilsu þjóðarinnar. Þegar lagt var upp með núgildandi umferðaröryggisáætlun stjórnvalda var þetta haft að leiðarljósi. Samgönguráðherra hefur m.a. boðað uppbyggingu stofnbrauta í nágrenni höfuðborgarinnar, bæði á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Hann hefur jafnframt sett í gildi reglugerð um hert viðurlög og sektir við umferðarlagabrotum auk þess sem fjármagni hefur verið veitt úr umferðaröryggisáætlun stjórnvalda til aukins umferðareftirlits. Ljóst er að þessum fjármunum er vel varið en betur má ef duga skal. Um leið og ég óska þess að enn meira fjármagn verði m.a. veitt til uppbyggingar vegakerfisins er mikilvægt að umferðaröryggi sé haft sem leiðarljós við hönnun vega. Fjöldi vega á Íslandi krefst tafarlausra úrbóta. Gæta verður þess að fjármunum sé ekki eitt í einstaka framkvæmdir umfram það sem reynslan sýnir að þurfi til að fullnægja ströngustu öryggiskröfum miðað við núverandi og væntanlegan umferðarþunga. Annars skapast sú hætta að áfram standi óbreytt, ófullkomin og hættuleg umferðarmannvirki annars staðar. Nú eru aðeins örfáir dagar liðnir af nýju ári. Þegar þessi orð eru rituð sýnir skiltið við Suðurlandsveg 0 – að enginn hafi látist af völdum umferðarslyss á árinu. Við höfum möguleika á að halda þeirri tölu óbreyttri. Það er undir okkur sjálfum komið hvað sem líður lélegum eða góðum vegum, hálku eða ekki hálku því ábyrgðin er okkar ökumanna. Grundvallaratriði er að akstri sé hagað samkvæmt aðstæðum. Að ökumenn séu með óskerta athygli við aksturinn. Að tekið sé tillit til annarra vegfarenda. Að hvorki símar, syfja né vímuefni skerði athyglina og að bílbelti séu notuð. Ef við heitum þessu og stöndum við það þá fjarlægjum við þá hættu sem kostaði 30 manns lífið á síðasta ári. Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Á áramótum heita margir því að breyta líferni sínu til bættrar heilsu og langlífis. Fyrir þá hina sömu má benda á að ein markvissasta og árangursríkasta leiðin til almennrar heilsubótar og langrar ævi er tiltölulega einföld. Það er einfaldlega það að temja sér bætta hegðun í umferðinni og tileinka sér óvæga sjálfsgagnrýni í þeim efnum. Umferðarslys kosta að meðaltali 25 mannslíf á hverju ári. Hálft annað hundrað slasast alvarlega og stór hluti þess fjölda örkumlast. Talið er að umferðarslys og umferðaróhöpp kosti þjóðina 15–20 milljarða á hverju ári. Það sætir því ekki furðu að Karl Sigurbjörnsson biskup skuli líkja slysaöldu síðastliðins árs við hamfarir. Í langflestum tilfellum eru þetta hamfarir af manna völdum, afleiðingar glæfralegrar hegðunar þar sem heppnin, sem reynist oft á tíðum eini mögulegi bjargvætturinn við slíkar aðstæður, bregst á ögurstundu. Hundruð einstaklinga bætast á hverju ári við þann hóp fórnarlamba sem sjaldnast heyrist af en það eru aðstandendur. Aðstandendur líða ómældar þjáningar sem koma hart niður á lífi þeirra. Það er erfitt að meta afleiðingar þeirra þjáninga fyrir samfélagið í heild en ótal dæmi eru um skerta starfsorku og skert þrek þeirra til þess að takast á við áður einföld verkefni. Þessi orð eru því miður studd reynslu þúsunda Íslendinga og hundruð bætast við á hverju ári. Dánartölur og fjöldi þeirra sem örkumlast í umferðinni eru ekki og mega aldrei verða sjálfsagður fórnarkostnaður fyrir eitthvað frelsi til að gera hvað sem mann lystir í umferðinni. Það er aðeins eitt frelsi sem á að gilda í umferðinni. Það er frelsið til að geta ekið um án þess að eiga á hættu að einstaklingur haldinn misskilinni frelsisþrá slasi mann eða deyði vegna ofmats á sjálfum sér og aðstæðum. Lög og reglur eru settar til þess að koma í veg fyrir slíkt. Það er margt sem krefst úrbóta í umferðaröryggismálum þjóðarinnar og það er vonandi að umferðaröryggi verði mál málanna í komandi kosningum. Seint verður hægt að eyða of miklu fjármagni í umferðaröryggismál því þeir peningar skila sér margfalt til baka í bættum lífsgæðum, auknum lífslíkum og bættri heilsu þjóðarinnar. Þegar lagt var upp með núgildandi umferðaröryggisáætlun stjórnvalda var þetta haft að leiðarljósi. Samgönguráðherra hefur m.a. boðað uppbyggingu stofnbrauta í nágrenni höfuðborgarinnar, bæði á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Hann hefur jafnframt sett í gildi reglugerð um hert viðurlög og sektir við umferðarlagabrotum auk þess sem fjármagni hefur verið veitt úr umferðaröryggisáætlun stjórnvalda til aukins umferðareftirlits. Ljóst er að þessum fjármunum er vel varið en betur má ef duga skal. Um leið og ég óska þess að enn meira fjármagn verði m.a. veitt til uppbyggingar vegakerfisins er mikilvægt að umferðaröryggi sé haft sem leiðarljós við hönnun vega. Fjöldi vega á Íslandi krefst tafarlausra úrbóta. Gæta verður þess að fjármunum sé ekki eitt í einstaka framkvæmdir umfram það sem reynslan sýnir að þurfi til að fullnægja ströngustu öryggiskröfum miðað við núverandi og væntanlegan umferðarþunga. Annars skapast sú hætta að áfram standi óbreytt, ófullkomin og hættuleg umferðarmannvirki annars staðar. Nú eru aðeins örfáir dagar liðnir af nýju ári. Þegar þessi orð eru rituð sýnir skiltið við Suðurlandsveg 0 – að enginn hafi látist af völdum umferðarslyss á árinu. Við höfum möguleika á að halda þeirri tölu óbreyttri. Það er undir okkur sjálfum komið hvað sem líður lélegum eða góðum vegum, hálku eða ekki hálku því ábyrgðin er okkar ökumanna. Grundvallaratriði er að akstri sé hagað samkvæmt aðstæðum. Að ökumenn séu með óskerta athygli við aksturinn. Að tekið sé tillit til annarra vegfarenda. Að hvorki símar, syfja né vímuefni skerði athyglina og að bílbelti séu notuð. Ef við heitum þessu og stöndum við það þá fjarlægjum við þá hættu sem kostaði 30 manns lífið á síðasta ári. Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarstofu
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar